Sport
Merkur áfangi hjá Rooney
Táningurinn Wayne Rooney náði þeim merkilega áfanga um helgina að verða yngsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að spila 100 leiki. Hann hefur meira að segja nokkuð forskot á þann sem átti metið áður en Chris Bart-Williams var 20 ára og 247 daga gamall þegar hann lék sinn 100. úrvalsdeildarleik, þá með Sheffield Wednesday árið 1995. Wayne Rooney var í gær 19 ára og 321 dags gamall, þegar hann var í byrjunarliði Manchester United sem gerði 1--1 jafntefli við granna sína í Manchester City.Michael Owen var ekki orðinn 21 árs þegar hann lék sinn 100. úrvalsdeildarleik og hið sama má segja um Gareth Barry, Robbie Fowler og Joe Cole.