Sport
Þeir áttu jafnteflið ekki skilið
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United var ekki sáttur við jafnteflið við grannaliðið Manchester City á Old Trafford í dag, en var þó nokkuð sáttur við leik sinna manna. "Þeir áttu stigið ekki skilið í dag, en svona er fótboltinn," sagði Skotinn. "Við fórum illa með nokkur færi og þeir skora og jafna með fyrsta skoti sínu í leiknum. Við gætum kannski talist heppnir að fá svo ekki á okkur rothöggið í lokin, en Edwin varði vel, enda hefði tap í dag verið fáránleg niðurstaða," sagði Ferguson. Kollegi hans hjá City, Stuart Pearce, var öllu rólegri yfir úrslitunum. "Við erum ekki lið sem kemur með hvelli inn í leikmannakaup eða í toppbaráttuna. Við trúum því að með þolinmæði og dugnaði getum við byggt upp gott lið hérna og ég er að reyna að koma sjálfstrausti inn í huga strákanna í liðinu. Við erum svo sannarlega eftirbátar granna okkar í fjárhagslegum skilningi, en liðsandinn hjá okkur er eins góður og hann getur orðið," sagði Pearce.