Leitað á meðan aðstæður leyfa 10. september 2005 00:01 Rúmlega þrítugs manns er enn saknað eftir að lítill skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt. Þremur var bjargað en rúmlega fimmtug kona fannst látin í bátnum. Hjónum og ellefu ára syni þeirra var bjargað af kili bátsins sem maraði í hálfu kafi. Það voru lögreglumenn á bát sem fundu þau við Skarfasker og Pétursflögu utan við Laugarnestanga. Einn þeirra þriggja sem bjargað var náði að hringja úr farsíma á hjálp eftir að þau voru komin á kjöl bátsins. Neyðarkallið barst Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan tvö í nótt en þá var ekki vitað nákvæmlega hvar báturinn var staddur. Þorvaldur Sigmarsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir að bátar frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum hafi verið settir af stað og lögreglubáturinn hafi skömmu seinna siglt fram á fólkið sem bjargaðist og komið því í land. Ekki er vitað hvað olli slysinu en báturinn er talinn hafa strandað á Skarfaskeri og sokkið í kjölfarið. Aðspurður hvernig ástandi fólkið hafi verið í þegar það fannst segir Þorvaldur að það hafi verið kalt og verulega hrakið að sögn lögreglumannanna á bátnum. Það hafi því litlu mátt muna að verr færi. Aðstæður í nótt voru slæmar, lítið skyggni og rigningarsuddi. Báturinn heitir Harpa, var tiltölulega nýkominn til landsins og hafði því ekki verið skráður hjá tilkynningaskyldunni. Taug var komið í bátinn í nótt en hún slitnaði á milli Pétursflögu og Viðeyjar. Báturinn náðist svo upp klukkan ellefu og var komið með hann að landi á pramma í hádeginu. Á annað hundrað manns hafa tekið þátt í björgunargerðum í dag og í nótt. Allar fjörur frá Gróttu að Kjalarnesi hafa verið gengnar í dag, kafarar hafa leitað á þeirri leið sem líklegt þykir að þann sem leitað er að hafi rekið frá bátnum, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sveimað yfir svæðinu. Nú eins og oft áður vinna björgunarsveitirnar mikilvægt starf með fjölmennum sveitum sínum. Jónas Guðmundsson í svæðisstjórn Landsbjargar segir að tíu bátar og skip, um hundrað björgunarmenn, á annan tug kafara og nokkrir hundar hafi tekið þátt í leitinni, eða eins mikið og þeir gátu sett í leitina. Mikið var lagt upp úr leit á háfjöru rétt fyrir klukkan hálffimm í dag. Þá gengu eitt hundrað björgunarsveitarmenn fjörur á stórum svæðum þar sem líklegt var talið að maðurinn gæti fundist. Göngumenn munu leita fram undir myrkur eða til að verða klukkan átta í kvöld. Fram eftir kvöldi verður haldið áfram leit með tveimur neðansjávarmyndavélum eða eins lengi og aðstæður leyfa. Þá hefur verið ákveðið að hefja leit aftur um klukkan tvö á morgun en háfjara verður klukkan sex síðdegis á morgun. MYND/Teitur MYND/Teitur MYND/Heiða Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Rúmlega þrítugs manns er enn saknað eftir að lítill skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt. Þremur var bjargað en rúmlega fimmtug kona fannst látin í bátnum. Hjónum og ellefu ára syni þeirra var bjargað af kili bátsins sem maraði í hálfu kafi. Það voru lögreglumenn á bát sem fundu þau við Skarfasker og Pétursflögu utan við Laugarnestanga. Einn þeirra þriggja sem bjargað var náði að hringja úr farsíma á hjálp eftir að þau voru komin á kjöl bátsins. Neyðarkallið barst Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan tvö í nótt en þá var ekki vitað nákvæmlega hvar báturinn var staddur. Þorvaldur Sigmarsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir að bátar frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum hafi verið settir af stað og lögreglubáturinn hafi skömmu seinna siglt fram á fólkið sem bjargaðist og komið því í land. Ekki er vitað hvað olli slysinu en báturinn er talinn hafa strandað á Skarfaskeri og sokkið í kjölfarið. Aðspurður hvernig ástandi fólkið hafi verið í þegar það fannst segir Þorvaldur að það hafi verið kalt og verulega hrakið að sögn lögreglumannanna á bátnum. Það hafi því litlu mátt muna að verr færi. Aðstæður í nótt voru slæmar, lítið skyggni og rigningarsuddi. Báturinn heitir Harpa, var tiltölulega nýkominn til landsins og hafði því ekki verið skráður hjá tilkynningaskyldunni. Taug var komið í bátinn í nótt en hún slitnaði á milli Pétursflögu og Viðeyjar. Báturinn náðist svo upp klukkan ellefu og var komið með hann að landi á pramma í hádeginu. Á annað hundrað manns hafa tekið þátt í björgunargerðum í dag og í nótt. Allar fjörur frá Gróttu að Kjalarnesi hafa verið gengnar í dag, kafarar hafa leitað á þeirri leið sem líklegt þykir að þann sem leitað er að hafi rekið frá bátnum, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sveimað yfir svæðinu. Nú eins og oft áður vinna björgunarsveitirnar mikilvægt starf með fjölmennum sveitum sínum. Jónas Guðmundsson í svæðisstjórn Landsbjargar segir að tíu bátar og skip, um hundrað björgunarmenn, á annan tug kafara og nokkrir hundar hafi tekið þátt í leitinni, eða eins mikið og þeir gátu sett í leitina. Mikið var lagt upp úr leit á háfjöru rétt fyrir klukkan hálffimm í dag. Þá gengu eitt hundrað björgunarsveitarmenn fjörur á stórum svæðum þar sem líklegt var talið að maðurinn gæti fundist. Göngumenn munu leita fram undir myrkur eða til að verða klukkan átta í kvöld. Fram eftir kvöldi verður haldið áfram leit með tveimur neðansjávarmyndavélum eða eins lengi og aðstæður leyfa. Þá hefur verið ákveðið að hefja leit aftur um klukkan tvö á morgun en háfjara verður klukkan sex síðdegis á morgun. MYND/Teitur MYND/Teitur MYND/Heiða
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira