Innlent

Hugmyndasamkeppnin ótímabær

Bæði borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins og Ólafur F. Magnússon, fulltrúi F-lista, telja að alþjóðleg hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrarsvæðið, sem borgarráð samþykkti í gær að efna til, sé ótímabær þar til lokið verði viðræðum fulltrúa Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytis um málið. Talið er að samkeppnin muni kosta Reykjavíkurborg áttatíu til hundrað milljónir króna. Sjálfstæðismenn telja að áform Reykjavíkurlistans geti ýtt undir frekari deilur um Vatnsmýrarsvæðið þegar samstaða hafi tekist um það meginmarkmið í borgarstjórn að huga að skynsamlegustu leiðunum að því markmiði að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×