Sport
Wenger tekur ekki áhættu
Arsene Wenger segist ekki ætla að taka neina áhættu þegar hann kallar Sol Campbell aftur inn í byrjunarlið Arsenal og segir að þó hann hafi ekki tekið ákvörðun ennþá, sé ólíklegt að Campbell verði með gegn Middlesbrough um helgina. "Sol hefur spilað tvo heila leiki með varaliðinu og er í raun orðinn heill heilsu, en ég held að enn vanti nokkuð upp á leikformið hjá honum og ég tek enga áhættu þegar hann á í hlut," sagði Wenger, en varnarmenn Arsenal hafa þótt upp og ofan í byrjun leiktíðar. Campbell hefur ekki leikið með Arsenal síðan í síðasta leik liðsins í deildarkeppninni í vor.