Sport

Rooney í vandræðum með skapið

Wayne Rooney var ljónheppinn að fá ekki að líta rauða spjaldið í leik Englendinga og Norður-Íra í undankeppni HM í gærkvöldi, en hann lét skapið hlaupa með sig í gönur hvað eftir annað í leiknum. Rooney fékk að líta gula spjaldið fyrir að fara með olnbogann á undan sér í skallaeinvígi við mótherja, en endurtók svo leikinn skömmu síðar og slapp þá við refsingu. Auk þess lét hann dómara og línuverði heyra það hvað eftir annað í leiknum og hreint með ólíkindum að hann hafi ekki verið sendur í bað fyrir þessa hegðun. "Við ræddum þann möguleika að taka Rooney af velli í hálfleik, því hann var mjög heitur í skapinu eins og menn verða oft við þessar aðstæður. Við hinsvegar fengum okkur ekki til að taka leikmann eins og hann útaf, því hann getur breytt gangi leiksins á augabragði með hæfileikum sínum og við þurfum að hafa slíka menn á vellinum í svona leikjum," sagði Sven-Göran Eriksson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×