Sport

UEFA vill semja frið við Mourinho

Knattspyrnusamband Evrópu hefur lofað að Jose Mourinho og Chelsea fái að hefja nýtt tímabil í Evrópukeppninni með hreinan skjöld en grunnt var á því góða milli þessara aðila í fyrra. Mourinho var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að gagnrýna sænska dómarann Anders Frisk og Frank Rijkaard, knattspyrnustjóra Barcelona. Mourinho hefur verið allur af vilja gerður undanfarið og mætti til að mynda á ráðstefnu toppþjálfara Evrópu sem UEFA hélt í vikunni. William Gaillard, samskiptastjóri UEFA, segir að sambandið vilji semja frið. "Það er hefð fyrir því í fótbolta að þegar leikmaður hefur tekið út refsingu sína fær hann að byrja aftur með hreinan skjöld. Hvað okkur varðar á það einnig við um Chelsea," sagði Gaillard.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×