Sport
Þrír á síðasta séns
Þrír leikmenn A landsliðs karla í knattspyrnu eru á gulu spjaldi í undankeppni HM 2006 og fara í eins leiks bann ef þeir fá eitt gult spjald til viðbótar. Leikmenn þurfa aðeins að hljóta tvö gul spjöld til að fara bann. Fyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson og Gylfi Einarsson hafa allir fengið eitt gult spjald í keppninni hingað til. Eiður Smári og Hermann fengu báðir gult spjald gegn Svíum á Laugardalsvellinum síðastliðið haust, en Gylfi fékk að líta gula spjaldið gegn Ungverjum í vor, einnig á Laugardalsvellinum.