Tugir tilkynninga um aukaverkanir 31. ágúst 2005 00:01 Milli 50 og 60 tilkynningar um aukaverkanir lyfja hafa borist til Lyfjastofnunar það sem af er þessu ári, að sögn Magnúsar Jóhannssonar læknis og prófessors við Háskóla Íslands. Það er meira en helmingsaukning miðað við mörg síðustu ár, þar sem fjöldinn var um og undir 20 á ári. Fimm ára átak í þessum efnum er farið að skila sér. "Þessar tilkynningar eru ekki bundnar við ákveðin lyf eða lyfjaflokka," segir Magnús. "Þær spanna allt lyfjasviðið." Magnús segir að tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar notkunar lyfja, svo sem COX - 2 hemla, sem Vioxx heyrði undir séu mjög fáar á árinu. Bráðnauðsynlegt sé að fá slíka vitneskju frá læknum en ekki sé hægt að byggja eingöngu á þeim. Þarna sé um að ræða hjarta- og kransæðasjúkdóma sem séu mjög algengir. Fólk fái þá hvort sem það sé að taka einhver lyf eða ekki. Magnús segir hafið yfir allan vafa að samband hafi verið staðfest milli aukaverkana Vioxx, sem tekið var af markaði fyrir réttu ári, og umræddra sjúkdóma í rannsóknum á stórum hópum fólks sem gerðar hafi verið áður en lyfið var tekið af markaði. Allt öðru máli gegni þegar farið sé að meta einhvern einn einstakling. Jafnvel þótt hann hafi verið í ítarlegri læknisskoðun áður en hann hóf að nota lyfið, þar sem allt hefði verið í lagi. Þess væru fræg dæmi að fólk hefði dottið niður á tröppunum með slíkt heilbrigðisvottorð upp á vasann, því hjarta- og heilasjúkdómar væru lúmskir og þekkingin ekki komin nógu langt. Því miður höfum við ekki tæki til að sýna fram á þetta með vissu. "Ég er alveg viss um að skaðabótadómnum sem féll nýlega í Texas, eftir að maður sem notaði Vioxx lést, verður snúið við í Hæstarétti," segir Magnús. "Það er svo rosalega erfitt að sanna einstaka tilvik, þannig að það sé hafið yfir allan vafa hvort tiltekinn einstaklingur dó af völdum Vioxx eða ekki. Þarna hafa margir áhættuþættir eins og hár blóðþrýstingur, reykingar og blóðfita sín áhrif. Aukaverkanir einhvers lyfs bætast síðan ofan á það sem fyrir er." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Milli 50 og 60 tilkynningar um aukaverkanir lyfja hafa borist til Lyfjastofnunar það sem af er þessu ári, að sögn Magnúsar Jóhannssonar læknis og prófessors við Háskóla Íslands. Það er meira en helmingsaukning miðað við mörg síðustu ár, þar sem fjöldinn var um og undir 20 á ári. Fimm ára átak í þessum efnum er farið að skila sér. "Þessar tilkynningar eru ekki bundnar við ákveðin lyf eða lyfjaflokka," segir Magnús. "Þær spanna allt lyfjasviðið." Magnús segir að tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar notkunar lyfja, svo sem COX - 2 hemla, sem Vioxx heyrði undir séu mjög fáar á árinu. Bráðnauðsynlegt sé að fá slíka vitneskju frá læknum en ekki sé hægt að byggja eingöngu á þeim. Þarna sé um að ræða hjarta- og kransæðasjúkdóma sem séu mjög algengir. Fólk fái þá hvort sem það sé að taka einhver lyf eða ekki. Magnús segir hafið yfir allan vafa að samband hafi verið staðfest milli aukaverkana Vioxx, sem tekið var af markaði fyrir réttu ári, og umræddra sjúkdóma í rannsóknum á stórum hópum fólks sem gerðar hafi verið áður en lyfið var tekið af markaði. Allt öðru máli gegni þegar farið sé að meta einhvern einn einstakling. Jafnvel þótt hann hafi verið í ítarlegri læknisskoðun áður en hann hóf að nota lyfið, þar sem allt hefði verið í lagi. Þess væru fræg dæmi að fólk hefði dottið niður á tröppunum með slíkt heilbrigðisvottorð upp á vasann, því hjarta- og heilasjúkdómar væru lúmskir og þekkingin ekki komin nógu langt. Því miður höfum við ekki tæki til að sýna fram á þetta með vissu. "Ég er alveg viss um að skaðabótadómnum sem féll nýlega í Texas, eftir að maður sem notaði Vioxx lést, verður snúið við í Hæstarétti," segir Magnús. "Það er svo rosalega erfitt að sanna einstaka tilvik, þannig að það sé hafið yfir allan vafa hvort tiltekinn einstaklingur dó af völdum Vioxx eða ekki. Þarna hafa margir áhættuþættir eins og hár blóðþrýstingur, reykingar og blóðfita sín áhrif. Aukaverkanir einhvers lyfs bætast síðan ofan á það sem fyrir er."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira