Innlent

Mótmælti ekki gæsluvarðhaldi

Sigurður Freyr Kristmundsson, sem játað hefur að hafa banað manni með hnífi að morgni 19. ágúst, mótmælti ekki úrskurði um frekara gæsluvarðhald yfir honum til 22. nóvember. Gæsluvarðhaldið og þrjár aðrar ákærur á hendur Sigurði voru teknar fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sigurði Frey, sem er 23 ára gamall, er gefið að sök að hafa tekið við tveimur gullhringum, að verðmæti tæpar 24.000 krónur, af ótilgreindum manni í byrjun desember sl., en þeim hafði verið stolið úr úra og skartgripaverslun. Þá er hann ákærður fyrir að hafa í nóvember í fyrra ekið bifreið án réttinda og undir áhrifum slæfandi lyfja, og fyrir að hafa, síðar sama mánuð, selt tvo falsaða tékka, en upphæð hvors þeirra hafði verið breytt úr 5.000 krónum í 50.000 krónur. Ákærurnar þrjár voru dómteknar, en að sögn Sveins Andra Sveinssonar, er dóms að vænta í þessum málum mánudaginn 8. september.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×