Um umsækjendur um starf borgarstjóra og fleira 30. ágúst 2005 00:01 Það heyrist ekki mikið í Ingibjörgu Sólrúnu, sagði maður við mig um daginn, og eftir andartaksþögn ? það heyrist svo sem ekkert í Davíð heldur. Það sem helst hefur heyrst af formönnum stjórnmálaflokkanna á undanförnum vikum er að Steingrímur gekk landið þvert á ská og varð fimmtugur og Halldór tilkynnti að Hvannadalshnjúkur hefði lækkað auk þess sem hann hefur verið í alls konar heimsóknum hjá kóngum og keisurum. Af Guðjóni hef ég ekkert heyrt. Mér finnst ágætt þegar lítið heyrist í stjórnmálamönnum, þá eru líkur til að hlutirnir gangi sæmilega í þjóðfélaginu, þó það sé náttúrlega ekkert gefið í þeim efnum. Almennt er ég þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn eigi að hafa sem minnst afskipti af daglegu amstri fólks og fyrirtækja. Þeir eiga að setja almennar reglur sem gera fólki kleift að lifa með reisn og fyrirtækjum að stunda viðskipti óáreitt. Á hinn bóginn finnst mér rétt að fólk hafi sig sem mest í frammi við stjórnmálamenn og láti þá vita hug sinn og skoðanir, því annars er hætta á að þeir verði sérstétt eða klúbbur í samfélaginu, og það er ekki gott. En nú er sko aldeilis farið að heyrast í stjórnmálamönnum. Nú eru menn að skila inn umsóknum um starf borgarstjórans í Reykjavík. Mér virðist sú staða nefnilega fyrst og fremst staða forstjóra stórfyrirtækis fremur en pólitísk staða. Í stórfyrirtækjum leggur stjórnin hinar stóru línur, stefnumörkun er það gjarnan kallað, forstjórinn sér svo um að markmiðin náist. Forstjórinn er andlit fyrirtækisins og stjórnar því frá degi til dags, en stjórnin er hæstráðandi, forstjórinn hefur auðvitað áhrif í henni, en stjórnin ræður. Þetta er svolítið einfölduð mynd, en samt er raunveruleikinn ekkert mikið flóknari og lýsingin á í megindráttum við fyrirtækið Reykjavíkurborg. Þau sem sækjast eftir efstu sætum á lista flokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar eru þannig að leggja inn umsóknir um starfið. Þau sem ná fyrsta sætinu í prófkjörum eða með hvaða aðferð sem notuð er komast á stutta listann - ,,short list?. Í fyrirtækjum eru það þeir umsækjendur sem teknir eru í viðtöl. Svo koma kosningarnar, sá sem er efstur á þeim lista sem fær flest atkvæði er líklegastur til að hljóta starfið, samt ekki öruggur nema að sá flokkur nái hreinum meirihluta. Lokaspretturinn er auðvitað ólíkur því sem gerist almennt í fyrirtækjunum, því nú semja umsækjendurnir sín á milli um hver hlýtur hnossið. Þeir sem eru efstir hjá minni flokkunum eiga líka möguleika, við sjáum það í landsstjórninni, ekki er forystusauður stærri flokksins forsætisráðherra. Fyrstu umsækjendurnir eru sem sagt komnir fram, Gísli Marteinn segist hafa æskuþróttinn, Vilhjálmur hefur reynsluna og er heilsuhraustur, segir hann. Mér er örugglega ekki einni um að finnast rétt sextugur maður langt frá því að vera gamall, þó hann sé kannski ekki ungur í Heimdallar-skilningi. Stefán Jón telur sig hæfastan til starfans, enda hafi hann orðið efstur í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir einhverjum árum. Steinunn Valdís undrast ekki, segir Stefán Jón hafa gengið með borgarstjórann í maganum, en vill sjálf, skiljanlega, halda vinnunni. Össur segir Steinunni Valdísi ókurteisa að tala svona um Stefán Jón en er sjálfur beinlínis dónalegur þegar hann gefur í skyn að Steinunn Valdís hafi hlotið starfið vegna einhvers annars en verðleika sinna. Þetta á nú allt saman eftir að verða mjög skemmtilegt - kosningarnar eru eftir níu mánuði. Ég velti því fyrir mér hvað liggi á. Af hverju snúa flokkarnir sér ekki að stefnumörkuninni, málefnavinnunni og bíða með að jagast um fólk og forystusauði. Eðlilegur umsóknartími fyrir störf eru þrír mánuðir, þess vegna væri ekkert óeðlilegt að halda prófkjörin í febrúar og hafa síðan snarpa kosningabaráttu þar sem áherslur og málefni eru klár í þrjá mánuði. Ég held að margir kjósendur yrðu mjög fegnir er formenn stjórnmálaflokkanna létu í sér heyra og beittu sér fyrir þessu. Umsækjendurnir segjast líka allir ætla að vinna saman eftir prófkjör, er ekki góður prófsteinn á þá að vinna saman fyrir opnum tjöldum í sex mánuði áður en valið er á milli þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Það heyrist ekki mikið í Ingibjörgu Sólrúnu, sagði maður við mig um daginn, og eftir andartaksþögn ? það heyrist svo sem ekkert í Davíð heldur. Það sem helst hefur heyrst af formönnum stjórnmálaflokkanna á undanförnum vikum er að Steingrímur gekk landið þvert á ská og varð fimmtugur og Halldór tilkynnti að Hvannadalshnjúkur hefði lækkað auk þess sem hann hefur verið í alls konar heimsóknum hjá kóngum og keisurum. Af Guðjóni hef ég ekkert heyrt. Mér finnst ágætt þegar lítið heyrist í stjórnmálamönnum, þá eru líkur til að hlutirnir gangi sæmilega í þjóðfélaginu, þó það sé náttúrlega ekkert gefið í þeim efnum. Almennt er ég þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn eigi að hafa sem minnst afskipti af daglegu amstri fólks og fyrirtækja. Þeir eiga að setja almennar reglur sem gera fólki kleift að lifa með reisn og fyrirtækjum að stunda viðskipti óáreitt. Á hinn bóginn finnst mér rétt að fólk hafi sig sem mest í frammi við stjórnmálamenn og láti þá vita hug sinn og skoðanir, því annars er hætta á að þeir verði sérstétt eða klúbbur í samfélaginu, og það er ekki gott. En nú er sko aldeilis farið að heyrast í stjórnmálamönnum. Nú eru menn að skila inn umsóknum um starf borgarstjórans í Reykjavík. Mér virðist sú staða nefnilega fyrst og fremst staða forstjóra stórfyrirtækis fremur en pólitísk staða. Í stórfyrirtækjum leggur stjórnin hinar stóru línur, stefnumörkun er það gjarnan kallað, forstjórinn sér svo um að markmiðin náist. Forstjórinn er andlit fyrirtækisins og stjórnar því frá degi til dags, en stjórnin er hæstráðandi, forstjórinn hefur auðvitað áhrif í henni, en stjórnin ræður. Þetta er svolítið einfölduð mynd, en samt er raunveruleikinn ekkert mikið flóknari og lýsingin á í megindráttum við fyrirtækið Reykjavíkurborg. Þau sem sækjast eftir efstu sætum á lista flokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar eru þannig að leggja inn umsóknir um starfið. Þau sem ná fyrsta sætinu í prófkjörum eða með hvaða aðferð sem notuð er komast á stutta listann - ,,short list?. Í fyrirtækjum eru það þeir umsækjendur sem teknir eru í viðtöl. Svo koma kosningarnar, sá sem er efstur á þeim lista sem fær flest atkvæði er líklegastur til að hljóta starfið, samt ekki öruggur nema að sá flokkur nái hreinum meirihluta. Lokaspretturinn er auðvitað ólíkur því sem gerist almennt í fyrirtækjunum, því nú semja umsækjendurnir sín á milli um hver hlýtur hnossið. Þeir sem eru efstir hjá minni flokkunum eiga líka möguleika, við sjáum það í landsstjórninni, ekki er forystusauður stærri flokksins forsætisráðherra. Fyrstu umsækjendurnir eru sem sagt komnir fram, Gísli Marteinn segist hafa æskuþróttinn, Vilhjálmur hefur reynsluna og er heilsuhraustur, segir hann. Mér er örugglega ekki einni um að finnast rétt sextugur maður langt frá því að vera gamall, þó hann sé kannski ekki ungur í Heimdallar-skilningi. Stefán Jón telur sig hæfastan til starfans, enda hafi hann orðið efstur í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir einhverjum árum. Steinunn Valdís undrast ekki, segir Stefán Jón hafa gengið með borgarstjórann í maganum, en vill sjálf, skiljanlega, halda vinnunni. Össur segir Steinunni Valdísi ókurteisa að tala svona um Stefán Jón en er sjálfur beinlínis dónalegur þegar hann gefur í skyn að Steinunn Valdís hafi hlotið starfið vegna einhvers annars en verðleika sinna. Þetta á nú allt saman eftir að verða mjög skemmtilegt - kosningarnar eru eftir níu mánuði. Ég velti því fyrir mér hvað liggi á. Af hverju snúa flokkarnir sér ekki að stefnumörkuninni, málefnavinnunni og bíða með að jagast um fólk og forystusauði. Eðlilegur umsóknartími fyrir störf eru þrír mánuðir, þess vegna væri ekkert óeðlilegt að halda prófkjörin í febrúar og hafa síðan snarpa kosningabaráttu þar sem áherslur og málefni eru klár í þrjá mánuði. Ég held að margir kjósendur yrðu mjög fegnir er formenn stjórnmálaflokkanna létu í sér heyra og beittu sér fyrir þessu. Umsækjendurnir segjast líka allir ætla að vinna saman eftir prófkjör, er ekki góður prófsteinn á þá að vinna saman fyrir opnum tjöldum í sex mánuði áður en valið er á milli þeirra.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun