Össur gagnrýnir Steinunni Valdísi 27. ágúst 2005 00:01 "Það er óskrifuð regla að stjórmálamenn fá að kynna framboð sín til embætta í fullkomnum friði," segir Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar um ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra varðandi ákvörðun Stefáns Jóns Hafsteins um að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar. Hún sagði í fréttum RÚV að ákvörðun Stefáns Jóns kæmi henni ekki á óvart enda hafi hann gengið með borgarstjórann í maganum um nokkra hríð. Össuri finnst það ákaflega óviðeigandi að manneskja sem er í forystuhlutverki fyrir flokk skuli tala frekar neikvætt um félaga sinn sem er að bjóða sig fram, jafnvel þótt það sé til þess embættis sem viðkomandi gegnir. "Stefán Jón hefur fullkomlega eðlilegar ástæður til að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og það er engin ástæða til að tala niður til hans vegna þeirrar ákvörðunar eins og mér finnst gert þegar talað er um að hann sé að bjóða sig fram af því hann hafi borgarstjórann í maganum," segir Össur. "Svona eiga forystumenn ekki að tala. Þeir eiga að virða aðra og rétt þeirra til að sækjast með lýðræðislegum hætti eftir trúnaðarstöðum," segir hann. "Mér finnst ekki að borgarstjórar eigi að tala svona um keppinauta sína og minni á að þegar við Ingibjörg Sólrún tókumst á um formennsku þá var það algjörlega á forsendum gagnkvæmrar virðingar," segir Össur. Stefán Jón Hafstein tilkynnti í fyrradag um að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í næstu borgarstjórnarkosningum. Steinunn Valdís sagði í samtali við fréttastofu RÚV þegar leitað var eftir viðbrögðum hennar: "Miðað við þessar fréttir er ljóst að allavega tveir hafa gefið kost á sér. Í sjálfu sér kemur það mér ekkert á óvart að Stefán Jón skuli gefa kost á sér enda maðurinn búinn að ganga með borgarstjórann í maganum um nokkra hríð og það er bara ágætt og fínt að fá góða samkeppni," sagði Steinunn Valdís. Stefán Jón sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að þessi ummæli skiptu sig engu. Ekki náðist í Steinunni Valdísi í gær. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
"Það er óskrifuð regla að stjórmálamenn fá að kynna framboð sín til embætta í fullkomnum friði," segir Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar um ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra varðandi ákvörðun Stefáns Jóns Hafsteins um að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar. Hún sagði í fréttum RÚV að ákvörðun Stefáns Jóns kæmi henni ekki á óvart enda hafi hann gengið með borgarstjórann í maganum um nokkra hríð. Össuri finnst það ákaflega óviðeigandi að manneskja sem er í forystuhlutverki fyrir flokk skuli tala frekar neikvætt um félaga sinn sem er að bjóða sig fram, jafnvel þótt það sé til þess embættis sem viðkomandi gegnir. "Stefán Jón hefur fullkomlega eðlilegar ástæður til að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og það er engin ástæða til að tala niður til hans vegna þeirrar ákvörðunar eins og mér finnst gert þegar talað er um að hann sé að bjóða sig fram af því hann hafi borgarstjórann í maganum," segir Össur. "Svona eiga forystumenn ekki að tala. Þeir eiga að virða aðra og rétt þeirra til að sækjast með lýðræðislegum hætti eftir trúnaðarstöðum," segir hann. "Mér finnst ekki að borgarstjórar eigi að tala svona um keppinauta sína og minni á að þegar við Ingibjörg Sólrún tókumst á um formennsku þá var það algjörlega á forsendum gagnkvæmrar virðingar," segir Össur. Stefán Jón Hafstein tilkynnti í fyrradag um að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í næstu borgarstjórnarkosningum. Steinunn Valdís sagði í samtali við fréttastofu RÚV þegar leitað var eftir viðbrögðum hennar: "Miðað við þessar fréttir er ljóst að allavega tveir hafa gefið kost á sér. Í sjálfu sér kemur það mér ekkert á óvart að Stefán Jón skuli gefa kost á sér enda maðurinn búinn að ganga með borgarstjórann í maganum um nokkra hríð og það er bara ágætt og fínt að fá góða samkeppni," sagði Steinunn Valdís. Stefán Jón sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að þessi ummæli skiptu sig engu. Ekki náðist í Steinunni Valdísi í gær.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira