Boris í góðum anda 27. ágúst 2005 00:01 Síðasta keppnin á mótaröðinni Sterkasti maður Íslands fór fram um helgina, en keppnin bar heitið Suðurnesjatröllið 2005. Keppnin hófst með látum í Hafnarfirði á föstudaginn, en þaðan lá leiðin í Garðinn og lokaátökin fóru fram í Grindavík. Það var handhafi titilsins Sterkasti maður Íslands, Kristinn "Boris" Haraldsson sem sigraði með nokkrum yfirburðum í keppninni, en hann sigraði í öllum greinunum nema einni. Guðjón Gíslason eða "Gaui Austfjarðatröll" eins og hann er jafnan kallaður, sigraði í lóðakasti yfir rá með kasti upp á 15,5 fet, sem er frábær árangur. Þó sigur Boris hafi verið nokkuð öruggur, var hann ekki á því að hann hafi verið auðveldur. "Það var langt frá því auðvelt að vinna þessa keppni, en mér gekk jú mjög vel," sagði Boris sem var nýgenginn frá matarborðinu í Grindavík þegar blaðamaður náði tali af honum. "Það voru miklar þyngdir í þessu móti núna og í raun held ég að þetta hafi verið erfiðasta mót sumarsins ef undan er skilin keppnin Sterkasti maður Íslands. Það var rosalega góður andi í þessari keppni og margir og skemmtilegir áhorfendur settu svip sinn á hana, auk þess sem við fengum auðvitað ótrúlega gott veður," sagði Boris sem var rispaður og tættur eftir átökin við "Bjargið", sem er hin nýja Húsafellshella í sportinu, en er talsvert mikið þyngri en hellan gamla. "Það var mjög gott fyrir sjálfstraustið að taka þessa keppni svona áður en maður fer út til Kína á Sterkasta mann heims, en ég á nú að vísu eftir að keppa á tveimur mótum í viðbót áður en ég fer þangað," sagði Boris hlæjandi, en hann hefur verið iðinn við kolann á mótum sumarsins."Ég lít fyrst og fremst á þessi mót núna sem æfingu fyrir mig, því mig skortir fyrst og fremst reynslu í þessu sporti. Aflið er nóg hjá mér, en ég verð að öðlast alla þá reynslu sem ég get til að komast í fremstu röð í aflraununum," sagði Boris, sem keppir eins og áður sagði í Sterkasta manni heims í kína í næsta mánuði. Íþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Síðasta keppnin á mótaröðinni Sterkasti maður Íslands fór fram um helgina, en keppnin bar heitið Suðurnesjatröllið 2005. Keppnin hófst með látum í Hafnarfirði á föstudaginn, en þaðan lá leiðin í Garðinn og lokaátökin fóru fram í Grindavík. Það var handhafi titilsins Sterkasti maður Íslands, Kristinn "Boris" Haraldsson sem sigraði með nokkrum yfirburðum í keppninni, en hann sigraði í öllum greinunum nema einni. Guðjón Gíslason eða "Gaui Austfjarðatröll" eins og hann er jafnan kallaður, sigraði í lóðakasti yfir rá með kasti upp á 15,5 fet, sem er frábær árangur. Þó sigur Boris hafi verið nokkuð öruggur, var hann ekki á því að hann hafi verið auðveldur. "Það var langt frá því auðvelt að vinna þessa keppni, en mér gekk jú mjög vel," sagði Boris sem var nýgenginn frá matarborðinu í Grindavík þegar blaðamaður náði tali af honum. "Það voru miklar þyngdir í þessu móti núna og í raun held ég að þetta hafi verið erfiðasta mót sumarsins ef undan er skilin keppnin Sterkasti maður Íslands. Það var rosalega góður andi í þessari keppni og margir og skemmtilegir áhorfendur settu svip sinn á hana, auk þess sem við fengum auðvitað ótrúlega gott veður," sagði Boris sem var rispaður og tættur eftir átökin við "Bjargið", sem er hin nýja Húsafellshella í sportinu, en er talsvert mikið þyngri en hellan gamla. "Það var mjög gott fyrir sjálfstraustið að taka þessa keppni svona áður en maður fer út til Kína á Sterkasta mann heims, en ég á nú að vísu eftir að keppa á tveimur mótum í viðbót áður en ég fer þangað," sagði Boris hlæjandi, en hann hefur verið iðinn við kolann á mótum sumarsins."Ég lít fyrst og fremst á þessi mót núna sem æfingu fyrir mig, því mig skortir fyrst og fremst reynslu í þessu sporti. Aflið er nóg hjá mér, en ég verð að öðlast alla þá reynslu sem ég get til að komast í fremstu röð í aflraununum," sagði Boris, sem keppir eins og áður sagði í Sterkasta manni heims í kína í næsta mánuði.
Íþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira