Gáfnafar kynjanna 26. ágúst 2005 00:01 Karlar eru gáfaðri en konur. Þetta hefur gáfaðri helmingur mannkyns svo sem alltaf vitað, en nú er komin vísindaleg staðfesting og það frá femínista. Það eru meiri líkur á því að karlmaður hljóti Nóbelsverðlaun en kvenmaður. Það eru líka meiri líkur á því að karl komist áfram í lífinu en kona. Ástæðan: karlar eru betur gefnir - eða því heldur í það minnsta Richard Lynn, ákaflega umdeildur sálfræðiprófessor fram. Hann hefur gert viðamikla rannsókn í slagtogi við Paul Irwing, annan og virtari sálfræðiprófessor sem segist vera femínisti. Niðurstöðurnar verða birtar í vísindatímaritinu British Journal of Psychology í nóvember. Ein meginniðurstaðan er sú að karlar hafa að jafnaði fimm stigum hærri greindarvísitölu en konur. Fyrir hverja konu sem er með greindarvísitölu yfir hundrað og þrjátíu eru þrír karlar, og fyrir hverja konu yfir hundrað fjörutíu og fimm eru fimm komma fimm karlar. Vísindamennirnir telja þetta skýra af hverju fleiri karlar eru stórmeistarar í skák en konur, fleiri stærðfræðiséní og Nóbelsverðlaunahafar. Ekki láta þó allir þessa rannsókn sannfæra sig, og benda til dæmis á að konur standi sig að jafnaði betur á prófum í skólum á Bretlandi, og að fleiri konur en karlar ljúki háskólaprófum að doktorsgráðum undanskildum. Vísindamennirnir hafa að sjálfsögðu skýringar, til að mynda að konur séu samviskusamari og eigi auðveldara með að standast mikið álag í lengri tíma. Og loks telja þeir að flest okkar hafi lítið að gera við greindarvísitölu yfir hundrað tuttugu og fimm, þar sem það nægi til að komast vel af í lífinu. Hærri greindarvísitölu þurfi í raun einungis til afreksverka. Einn efasemdarmaðurinn - kona - bendir raunar á að stundum hafi verið bent á að fleiri karlar en konur séu einhverfir og að hugsanlega séu tengsl á milli einhverfu og þeirrar sérkennilegu einbeitingar sem þurfi til að vera stærðfræðiséní eða stórmeistari í skák. Nóbelsverðlaun Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Sjá meira
Karlar eru gáfaðri en konur. Þetta hefur gáfaðri helmingur mannkyns svo sem alltaf vitað, en nú er komin vísindaleg staðfesting og það frá femínista. Það eru meiri líkur á því að karlmaður hljóti Nóbelsverðlaun en kvenmaður. Það eru líka meiri líkur á því að karl komist áfram í lífinu en kona. Ástæðan: karlar eru betur gefnir - eða því heldur í það minnsta Richard Lynn, ákaflega umdeildur sálfræðiprófessor fram. Hann hefur gert viðamikla rannsókn í slagtogi við Paul Irwing, annan og virtari sálfræðiprófessor sem segist vera femínisti. Niðurstöðurnar verða birtar í vísindatímaritinu British Journal of Psychology í nóvember. Ein meginniðurstaðan er sú að karlar hafa að jafnaði fimm stigum hærri greindarvísitölu en konur. Fyrir hverja konu sem er með greindarvísitölu yfir hundrað og þrjátíu eru þrír karlar, og fyrir hverja konu yfir hundrað fjörutíu og fimm eru fimm komma fimm karlar. Vísindamennirnir telja þetta skýra af hverju fleiri karlar eru stórmeistarar í skák en konur, fleiri stærðfræðiséní og Nóbelsverðlaunahafar. Ekki láta þó allir þessa rannsókn sannfæra sig, og benda til dæmis á að konur standi sig að jafnaði betur á prófum í skólum á Bretlandi, og að fleiri konur en karlar ljúki háskólaprófum að doktorsgráðum undanskildum. Vísindamennirnir hafa að sjálfsögðu skýringar, til að mynda að konur séu samviskusamari og eigi auðveldara með að standast mikið álag í lengri tíma. Og loks telja þeir að flest okkar hafi lítið að gera við greindarvísitölu yfir hundrað tuttugu og fimm, þar sem það nægi til að komast vel af í lífinu. Hærri greindarvísitölu þurfi í raun einungis til afreksverka. Einn efasemdarmaðurinn - kona - bendir raunar á að stundum hafi verið bent á að fleiri karlar en konur séu einhverfir og að hugsanlega séu tengsl á milli einhverfu og þeirrar sérkennilegu einbeitingar sem þurfi til að vera stærðfræðiséní eða stórmeistari í skák.
Nóbelsverðlaun Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Sjá meira