Leiknir upp í 1. deild 25. ágúst 2005 00:01 Leiknir tryggði sér í kvöld sæti í 1. deild karla í fótbolta að ári þegar Breiðhyltingar sigruðu Stjörnuna, 1-2 í Garðabæ. Með sigrinum náði Leiknir 4 stiga forskoti á toppi deildarinnar en Stjarnan er í 2. sæti þegar 2 umferðir eru eftir. Vigfús Arnar Jósepsson og Helgi Jóhannsson skoruðu mörk Leiknismanna en Guðjón Baldvinsson jafnaði í 1-1 fyrir heimamenn. Stjarnan hafði mikla yfirburði í leiknum og það var þvert gegn gangi leiksins þegar Helgi Jóhannsson, nýkominn inn á sem varamaður í liði Leiknis skoraði sigurmarkið á 83. mínútu. Þá fékk Leiknir sína fyrstu hornspyrnu í seinni hálfleik og upp úr henni barst boltinn til Helga inni í vítateig Stjörnunnar. Þetta var nánast í fyrsta skipti sem Leiknir komst yfir miðju í seinni hálfleik en Stjarnan sem lék undan sterkum vindi sótti án afláts allan seinni hálfleikinn. Heimamenn náðu þó ekki nema einu virkilega góðu færi í seinni hálfleik og það var um miðjan hálfleikinn þegar skot hafnaði rétt fram hjá stöng Leiknismarksins. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og náðu bæði lið að sýna ágætis tilburði þrátt fyrir sterkan vind. Á 19. mínútu áttu heimamenn dauðfæri þegar Valur Gunnarsson markvörður Leiknis náði að slá boltann yfir á síðustu stundu. Þremur mínútum síðar komst Leiknir yfir með marki Vigfúsar, lánsmanns frá KR. Vigfús vann boltann í teig heimamanna eftir misheppnaða hreinsun í vörninni og skoraði af stuttu færi. Mark var dæmt af Stjörnunni á 37. mínútu og þótti sá dómur Eyjólfs Kristinssonar afar umdeildur. Ekki er ljóst hvort hann dæmdi rangstöðu eða brot á Stjörnuna en varnarmaður Leiknis stóð fyrir innan marklínu þegar hann hreinsaði boltann í burtu áður en dómarinn dæmdi aukaspyrnu. Á 43. mínútu náðu heimamenn svo að jafna eftir talsverða pressu. Guðjón Baldvinsson skallaði þá boltann yfir Val í markinu í hornið fjær úr vítateignum eftir fyrirgjöf Björns Mássonar af vinstri kantinum. Njarðavík er í 3. sæti og getur aðeins fræðilega náð Leikni að stigum en myndi þannig í leiðinni aðeins gera Stjörnunni kleift að fá 3 stig í viðbót þar sem liðin eiga eftir að mætast. Leiknismenn eru þá alltaf öruggir með annað tveggja efstu sætanna í deildinni. Íslenski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Leiknir tryggði sér í kvöld sæti í 1. deild karla í fótbolta að ári þegar Breiðhyltingar sigruðu Stjörnuna, 1-2 í Garðabæ. Með sigrinum náði Leiknir 4 stiga forskoti á toppi deildarinnar en Stjarnan er í 2. sæti þegar 2 umferðir eru eftir. Vigfús Arnar Jósepsson og Helgi Jóhannsson skoruðu mörk Leiknismanna en Guðjón Baldvinsson jafnaði í 1-1 fyrir heimamenn. Stjarnan hafði mikla yfirburði í leiknum og það var þvert gegn gangi leiksins þegar Helgi Jóhannsson, nýkominn inn á sem varamaður í liði Leiknis skoraði sigurmarkið á 83. mínútu. Þá fékk Leiknir sína fyrstu hornspyrnu í seinni hálfleik og upp úr henni barst boltinn til Helga inni í vítateig Stjörnunnar. Þetta var nánast í fyrsta skipti sem Leiknir komst yfir miðju í seinni hálfleik en Stjarnan sem lék undan sterkum vindi sótti án afláts allan seinni hálfleikinn. Heimamenn náðu þó ekki nema einu virkilega góðu færi í seinni hálfleik og það var um miðjan hálfleikinn þegar skot hafnaði rétt fram hjá stöng Leiknismarksins. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og náðu bæði lið að sýna ágætis tilburði þrátt fyrir sterkan vind. Á 19. mínútu áttu heimamenn dauðfæri þegar Valur Gunnarsson markvörður Leiknis náði að slá boltann yfir á síðustu stundu. Þremur mínútum síðar komst Leiknir yfir með marki Vigfúsar, lánsmanns frá KR. Vigfús vann boltann í teig heimamanna eftir misheppnaða hreinsun í vörninni og skoraði af stuttu færi. Mark var dæmt af Stjörnunni á 37. mínútu og þótti sá dómur Eyjólfs Kristinssonar afar umdeildur. Ekki er ljóst hvort hann dæmdi rangstöðu eða brot á Stjörnuna en varnarmaður Leiknis stóð fyrir innan marklínu þegar hann hreinsaði boltann í burtu áður en dómarinn dæmdi aukaspyrnu. Á 43. mínútu náðu heimamenn svo að jafna eftir talsverða pressu. Guðjón Baldvinsson skallaði þá boltann yfir Val í markinu í hornið fjær úr vítateignum eftir fyrirgjöf Björns Mássonar af vinstri kantinum. Njarðavík er í 3. sæti og getur aðeins fræðilega náð Leikni að stigum en myndi þannig í leiðinni aðeins gera Stjörnunni kleift að fá 3 stig í viðbót þar sem liðin eiga eftir að mætast. Leiknismenn eru þá alltaf öruggir með annað tveggja efstu sætanna í deildinni.
Íslenski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira