Innlent

Lögreglan við það að missa tökin

"Þarna voru stórir hópar á fjórum stöðum í miðbænum, sem voru mjög "agressívir." Það mátti engu muna," segir Geir Jón. Hann er að fara í gegnum upptökur úr öryggismyndavélum þessa dagana og þar kemur ýmislegt í ljós. "Tvö hnefahögg milli tveggja einstaklinga verða til þess að 50 - 60 krakkar ærast og hlaupa á eftir einum og ganga í skrokk á honum, þar til lögreglan skakkaði leikinn. Það vissi enginn af hverju þetta var. Spennan sprakk út með þessum hætti og múgæsing greip um sig." Geir Jón segir að menn muni setjast niður og ræða til hvaða ráða sé hægt að grípa til að koma í veg fyrir að viðlíka ástand skapist árlega. "Það er ekki hægt að láta svona nokkuð líðast ár eftir ár," segir hann . "Við verðum að beita einhverju sem dugar á þetta."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×