Innlent

Opna þráðlaust net í Kringlunni

Stærsta þráðlausa netsvæði fyrir almenning var opnað nú í hádeginu í Kringlunni. Og Vodafone og Kringlan standa straum af kostnaði við þjónustuna sem nær yfir um 20 þúsund fermetra svæði. Netsvæðið nær yfir öll veitinga- og kaffihús svo og alla ganga Kringlunnar. Þar geta gestir og gangandi, sem eru um 15 þúsund á dag, vafrað um á Netinu, sýslað með tölvupóst og miðlað á milli sín gögnum um tíu megabæta ljóstengingu. Þá er hægt að tengjast skólanetum um vinnuhlið. Netaðgangur sem þessi fyrir viðskiptavini veitingastaða er ekki nýmæli og að sögn talsmanns Og Vodafone eru um 50 veitinga- og kaffihús á höfuðborgarsvæðinu með slíka tengingu á þeirra vegum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×