Innlent

Missti stjórn á blautum vegi

Mildi þykir að fólk slapp lítið meitt eftir harðan árekstur fólksbíls og jeppa á Reykjanesbraut nokkru fyrir klukkan þrjú í gær. Fólksbifreiðin fór nánast í tvennt við áreksturinn. Bílnum ók ung kona og í aftursæti var þriggja mánaða gamalt barn. Lögreglan í Keflavík segir ökumann jeppans einnig lítið meiddan, en bílarnir eru taldir ónýtir. Nokkrar tafir urðu á umferð vegna slyssins. Lögregla segir ökumann fólksbifreiðarinnar hafa misst stjórn á henni í bleytu eftir að hafa farið út á vegöxlina framhjá kyrrstæðum bíl sem ökumaður ætlaði að beygja inn á Njarðvíkurveg. Fólksbíllinn lenti þversum framan á jeppanum, sem var á suðurleið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×