Strætisvagnabílstjórinn sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar á föstudag er kominn af gjörgæsludeild en liggur áfram á Landspítalanum í Fossvogi. Hann hefur beðið fréttastofuna að koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu á slysstað, lögreglumanna, sjúkraflutningamanna og vegfarenda, auk þeirra sem hafa annast hann á sjúkrahúsinu.