Innlent

Stunginn tvisvar í bakið í bænum

Maður um tvítugt var stunginn tveimur stungum með hnífi í bakið í nótt og var hann fluttur á slysadeild þar sem hann gekkst undir aðgerð. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu en talið er að önnur hnífsstungan hafi lent á lunganu sem féll saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar og fannst hann með hjálp vitna og eftirlitsmyndavéla í miðbænum. Um 90 þúsund manns voru í miðborginni á flugeldasýningunni, lokaatriði Menningarnætur klukkan ellefu í gærkvöldi. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni var mikið að gera fram eftir nóttu, mikið um pústra og útköll vegna ölvunar. Fangageymslur lögreglunnar eru fullar þar sem fjöldi manns var handtekinn vegna ölvunar, slagsmála og ölvunaraksturs. Um eina og hálfa klukkustund tók að koma umferð úr miðbænum eftir flugeldasýninguna en lögreglan stjórnaði umferð á ljósum til að greiða fyrir umferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×