Innlent

Aldnir mega aka rútum

"Frá umferðaröryggissjónarmiði er þetta aldeilis út úr kú og ég mun beita mér fyrir því að þessu verði breytt," segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu. Dæmi eru um að menn sem starfað hafa sem leigubílstjórar en eru komnir á aldur og missa leyfið þess vegna taki til við að aka rútum í staðinn. Tilgangurinn með aldurstakmörkum leigubílstjóra er að hluta til að öryggi farþega sé sem best tryggt en samkvæmt reglunum getur hver sem er með ökuskírteini og meirapróf ekið fullri rútu af farþegum eins lengi og viðkomandi tórir. Birgir segir mismuninn helgast af því að sérstakt atvinnuleyfi þarf til leigubílaaksturs en ekki er farið fram á slík leyfi til farþegaflutninga. "Hver sem er getur ekið rútum svo lengi sem hann hefur ökuskírteini og engin aldurstakmörk tilgreind í lögum vegna þess. Þetta er nokkuð sem ég vissi ekki af en mun ganga í að þessu verði breytt."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×