Pólitískur undirtónn í Baugsmálinu 19. ágúst 2005 00:01 Pólitískar ástæður Megininntak fréttar breska viðskiptablaðsins Financial Times um þingfestingu Baugsmálsins eru fullyrðingar Jóns Ásgeirs Jóhannssonar um þátt Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra í málinu. "Hr. Johannesson hélt því fram að rannsóknin, sem tók þrjú ár, hafi verið gerð af pólitískum ástæðum og hafi upprunalega átt að leiða til uppstokkunar Baugs. Hann sagði að rannsóknin hafi verið gerð að tilstuðlan Davíðs Oddssonar, sem var forsætisráðherra á árunum 1991 til 2004," segir í blaðinu. Þá segir að alvarlegasta ákæran á hendur Jóni Ásgeiri sé vegna fjárdráttar sem gæti þýtti allt að sex ára fangelsisvist og að sumar ákærurnar varði fjárfestingar í breska fyrirtækinu Arcadia. Niðurstaðan eftir lagatúlkunum Breska dagblaðið The Independent segir að íslenskt viðskiptaumhverfi sé fyrir rétti í Baugsmálinu. Þá er haft eftir Jóhannesi Jónssyni að málið sé pólitískt samsæri sem stjórnað er af Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra. Blaðið segir að meginatriði málsóknarinnar varði viðskipti milli Baugs og Gaums. "Í meginatriðum leyfa íslensk lög viðskipti milli skyldra einkahlutafélaga og almenningshlutafélaga þó svo að í sumum tilfellum séu takmörk á lánum sem veitt eru milli félaganna. Það fer eftir því hvernig lögin verða túlkuð hvort Jóni Ásgeiri tekst að hreinsa mannorð sitt," segir í blaðinu. Íhuga skaðabótamál Danska dagblaðið Politiken hefur eftir Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að hann hafi í höndum skjöl sem sanni sakleysi sakborninga í hverjum einasta ákærulið. Þá segir að sakborningar haldi þeim möguleika opnum að höfða skaðabótamál gegn yfirvöldum vegna þess skaða sem Baugur hefur orðið fyrir vegna málsins. Í Politiken segir jafnframt að málið gegn Baugi hafi pólitíska undirtóna. "Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, saka fyrrum forsætisráðherra Íslands og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson um að vera manninn bak við yfirgripsmikla rannsókn lögreglu á málinu," segir í blaðinu. Davíð og múturnar Í danska dagblaðinu Berlingske Tidende segir að allir hinna sex ákærðu í Baugsmálinu hafi lýst yfir sakleysi sínu í málaferlum vegna svika er nema alls 2,7 milljörðum íslenskra króna. Í blaðinu segir, líkt og í Politiken, að málið hafi pólitíska undirtóna. "Fyrrum forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, heldur því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi reynt að múta sér," segir í Berlingske. Minnst er á hlut Jóns Geralds Sullenberger í málinu og bent á að hann hafi komið málinu af stað með því að kæra Jón Ásgeir fyrir að falsa reikninga. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Pólitískar ástæður Megininntak fréttar breska viðskiptablaðsins Financial Times um þingfestingu Baugsmálsins eru fullyrðingar Jóns Ásgeirs Jóhannssonar um þátt Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra í málinu. "Hr. Johannesson hélt því fram að rannsóknin, sem tók þrjú ár, hafi verið gerð af pólitískum ástæðum og hafi upprunalega átt að leiða til uppstokkunar Baugs. Hann sagði að rannsóknin hafi verið gerð að tilstuðlan Davíðs Oddssonar, sem var forsætisráðherra á árunum 1991 til 2004," segir í blaðinu. Þá segir að alvarlegasta ákæran á hendur Jóni Ásgeiri sé vegna fjárdráttar sem gæti þýtti allt að sex ára fangelsisvist og að sumar ákærurnar varði fjárfestingar í breska fyrirtækinu Arcadia. Niðurstaðan eftir lagatúlkunum Breska dagblaðið The Independent segir að íslenskt viðskiptaumhverfi sé fyrir rétti í Baugsmálinu. Þá er haft eftir Jóhannesi Jónssyni að málið sé pólitískt samsæri sem stjórnað er af Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra. Blaðið segir að meginatriði málsóknarinnar varði viðskipti milli Baugs og Gaums. "Í meginatriðum leyfa íslensk lög viðskipti milli skyldra einkahlutafélaga og almenningshlutafélaga þó svo að í sumum tilfellum séu takmörk á lánum sem veitt eru milli félaganna. Það fer eftir því hvernig lögin verða túlkuð hvort Jóni Ásgeiri tekst að hreinsa mannorð sitt," segir í blaðinu. Íhuga skaðabótamál Danska dagblaðið Politiken hefur eftir Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að hann hafi í höndum skjöl sem sanni sakleysi sakborninga í hverjum einasta ákærulið. Þá segir að sakborningar haldi þeim möguleika opnum að höfða skaðabótamál gegn yfirvöldum vegna þess skaða sem Baugur hefur orðið fyrir vegna málsins. Í Politiken segir jafnframt að málið gegn Baugi hafi pólitíska undirtóna. "Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, saka fyrrum forsætisráðherra Íslands og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson um að vera manninn bak við yfirgripsmikla rannsókn lögreglu á málinu," segir í blaðinu. Davíð og múturnar Í danska dagblaðinu Berlingske Tidende segir að allir hinna sex ákærðu í Baugsmálinu hafi lýst yfir sakleysi sínu í málaferlum vegna svika er nema alls 2,7 milljörðum íslenskra króna. Í blaðinu segir, líkt og í Politiken, að málið hafi pólitíska undirtóna. "Fyrrum forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, heldur því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi reynt að múta sér," segir í Berlingske. Minnst er á hlut Jóns Geralds Sullenberger í málinu og bent á að hann hafi komið málinu af stað með því að kæra Jón Ásgeir fyrir að falsa reikninga.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira