Erlent

Ian Blair segir ekki af sér

Ian Blair, lögreglustjóri Lundúnaborgar, ætlar ekki að segja upp starfi sínu þrátt fyrir háværar kröfur þess efnis. Ástæðan eru rangfærslur hans eftir að brasilískur karlmaður var skotinn til bana í misgripum á neðanjarðarlestarstöð í borginni. Blair sagði í viðtali við BBC að hann hefði ekki í hyggju af hverfa úr embætti og að stuðningur við bæði hann og lögregluliðið væri mikill. Það vægi þyngra en gagnrýni vegna atburðanna á Stockwell-lestarstöðinni. Blair sagði á fréttamannafundi daginn sem atburðurinn átti sér stað að Brasilíumaðurinn hefði verið talinn hryðjuverkamaður á flótta en Guardian hefur eftir heimildarmönnum að þá þegar hafi verið komnar upp efasemdir um réttmæti þeirra fullyrðinga



Fleiri fréttir

Sjá meira


×