Denilson til Vestel Manisaspor

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Denilson sem eitt sinn var álitinn einn efnilegasti leikmaður heims er genginn til liðs við nýliða Vestel Manisaspor, í tyrknesku úrvalsdeildinni að láni frá spænska liðinu Real Betis. Denilson gekk til liðs við Betis eftir heimsmeistarakeppnina 1998 en aldrei staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar.