Erlent

Krefjast afsagnar Ian Blair

Ian Blair, lögreglustjóri Lundúnaborgar, verður að segja af sér, segja ættingjar Brasilíumannsins Jeans Charles de Menezes, sem skotinn var í misgripum í neðanjarðarlestarstöð í borginni í síðasta mánuði. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Blair hafi reynt að sannfæra ráðamenn í innanríkisráðuneytinu um að láta ekki fara fram rannsókn á atvikinu heldur láta lögregluna sjálfa sjá um að kanna hvað gerðist. Hann taldi að rannsókn gæti skapað hættu á að mikilvæg leyndarmál lækju út á sama tíma og viðkvæmar hryðjuverkarannsóknir færu fram. Innanríkisráðuneytið hafnaði þessu og því fékk sjálfstæð lögreglurannsóknarstofnun það verkefni að kanna aðdraganda atburðanna á Stockwell-lestarstöðinni. Þrátt fyrir þetta kom Blair í veg fyrir að rannsóknarmenn fengju aðgang að vettvangi í þrjá daga, sem er mjög óvenjulegt. Ættingjar Menezes og fleiri telja víst að Blair hafi með þessum framgangi orði til þess að sönnunargögn fór veg allrar veraldar. Þrýstingur á Blair fer vaxandi og er ljóst að embættisferill hans gæti orðið býsna stuttur, en hann tók við embætti lögreglustjóra í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×