Ég mun alltaf svara kallinu 17. ágúst 2005 00:01 Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagðist í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær mjög ánægður með sigurinn og að hann hefði svarað gagnrýnisröddum sem hefðu verið á stjá í allt sumar. „Það voru einhverjar vangaveltur um að ég hefði verið að gera mér upp meiðsli í leiknum gegn Króatíu ytra fyrr í sumar en ég sýndi það í þessum leik að ég mun alltaf svara kalli landsliðsins," sagði Eiður, sem tekinn var af velli í leik Chelsea og Wigan um síðustu helgi vegna meiðsla og var um tíma efast um að hann gæti tekið þátt í leiknum í gærkvöld. Eiður lék hins vegar allar 90 mínúturnar og gaf sig allan í leikinn. „Við höfðum þetta í hendi okkar allan tímann og þetta var sanngjarn sigur," sagði Eiður. Logi Ólafsson, annar landsliðsþjálfaranna, tók í sama streng og kvaðst mjög ánægður með framgöngu lærisveina sinna. „Leikurinn fór nánast eins og við höfðum lagt hann upp. Við ætluðum okkur að fara framar með liðið en við höfum verið að gera í síðustu leikjum og reyna að láta boltann ganga betur innan liðsins. Þetta voru þau markmið sem við settum okkur fyrir leikinn; að láta liðið spila sem eina heild og það tókst," sagði Logi en ítrekaði jafnframt að liðið myndi ekki ofmetnast þrátt fyrir öruggan sigur gegn liði sem er rúmlega helmingi ofar á styrkleikalista FIFA: „Þetta eru vissulega jákvæð úrslit fyrir okkur en við vitum að vítin eru til að varast. Við unnum góðan sigur á Ítölum á sama tíma í fyrra en misstum síðan niður um okkur buxurnar í næstu leikjum á eftir," bætti Logi við og greinilegt að hann ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda íslenska liðinu á jörðinni þrátt fyrir sannfærandi sigur í gær. Íslenski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagðist í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær mjög ánægður með sigurinn og að hann hefði svarað gagnrýnisröddum sem hefðu verið á stjá í allt sumar. „Það voru einhverjar vangaveltur um að ég hefði verið að gera mér upp meiðsli í leiknum gegn Króatíu ytra fyrr í sumar en ég sýndi það í þessum leik að ég mun alltaf svara kalli landsliðsins," sagði Eiður, sem tekinn var af velli í leik Chelsea og Wigan um síðustu helgi vegna meiðsla og var um tíma efast um að hann gæti tekið þátt í leiknum í gærkvöld. Eiður lék hins vegar allar 90 mínúturnar og gaf sig allan í leikinn. „Við höfðum þetta í hendi okkar allan tímann og þetta var sanngjarn sigur," sagði Eiður. Logi Ólafsson, annar landsliðsþjálfaranna, tók í sama streng og kvaðst mjög ánægður með framgöngu lærisveina sinna. „Leikurinn fór nánast eins og við höfðum lagt hann upp. Við ætluðum okkur að fara framar með liðið en við höfum verið að gera í síðustu leikjum og reyna að láta boltann ganga betur innan liðsins. Þetta voru þau markmið sem við settum okkur fyrir leikinn; að láta liðið spila sem eina heild og það tókst," sagði Logi en ítrekaði jafnframt að liðið myndi ekki ofmetnast þrátt fyrir öruggan sigur gegn liði sem er rúmlega helmingi ofar á styrkleikalista FIFA: „Þetta eru vissulega jákvæð úrslit fyrir okkur en við vitum að vítin eru til að varast. Við unnum góðan sigur á Ítölum á sama tíma í fyrra en misstum síðan niður um okkur buxurnar í næstu leikjum á eftir," bætti Logi við og greinilegt að hann ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda íslenska liðinu á jörðinni þrátt fyrir sannfærandi sigur í gær.
Íslenski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira