Eiður, Grétar og Kári bestir 17. ágúst 2005 00:01 Þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Kári Árnason stóðu sig best í leiknum gegn Suður-Afríku að mati Fréttablaðsins en hér má finna dóm um frammistöðu allra leikmanna liðsins í 4-1 sigrinum á Laugardalsvellinum í gær. Markið:Árni Gautur Arason 6 Gat ekkert gert í fyrsta markinu. Greip vel inn í þegar til þurfti og var öruggur. Vörnin:Kristján Örn Sigurðsson 6 Eins og venjulega er varnarleikur hans fyrsta flokks en sóknartilburðirnir eru varla til staðar. – Gylfi Einarsson (46., 5) Komst lítið inn í leikinn en barðist vel. Stefán Gíslason 7 Gríðarlega öflugur í loftinu og lenti aldrei í vandræðum með sóknarmenn S-Afríku. Auðun Helgason 7 Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum og tapaði varla návígi. Indriði Sigurðsson 7 Lagði fyrsta markið upp á mjög laglegan hátt og sinnti varnarskyldunni af festu og skynsemi. Yfir litlu að kvarta. – Haraldur Guðmundsson (80.) Gerði engin mistök. Miðjan:Grétar Rafn Steinsson 8 Mjög frískur á hægri kantinum í fyrri hálfleik og feikilega öruggur í bakverðinum þeim síðari. – Bjarni Ólafur Eiríksson (64., 6) Lék sinn fyrsta landsleik en það var ekki að sjá. Kári Árnason 8 Mjög duglegur á miðjunni og skilaði boltanum jafnan skynsamlega frá sér. Vann næstum öll návígi sín og hefði réttilega átt að fá víti í fyrri hálfleik. – Gunnar Heiðar Þorvaldsson (53., 5) Fann sig ekki á hægri kantinum. Arnar Þór Viðarsson 7 Naut sín vel í sinni kjörstöðu á miðri miðjunni og gerði hlutina einfalt. Skoraði auk þess gott mark – Jóhannes Harðarson (70., 5) Reyndi lítið á hann en hann dreifði boltanum ágætlega á miðjunni. Eiður Smári Guðjohnsen 8 Byrjaði og endaði heldur rólega en þess á milli naut hann sín virkilega. Í öðrum klassa en aðrir á vellinum þegar hann tók sig til, en það er svo sem það sem búast má við af honum. Tryggvi Guðmundsson 6 Var eilítið villtur og átti það til að vera kominn út úr sinni stöðu á vinstri vængnum. – Veigar Páll Gunnarsson (57., 7) Lagði upp eitt og skoraði annað eftir að hafa komið inn á. Varla hægt að biðja um mikið meira. Sóknin:Heiðar Helguson 5 Náði sér alls ekki á strik, var lítið í boltanum og skortir greinilega leikæfingu. Skoraði hins vegar gott mark með sínu hættulegasta vopni – höfðinu. Íslenski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Kári Árnason stóðu sig best í leiknum gegn Suður-Afríku að mati Fréttablaðsins en hér má finna dóm um frammistöðu allra leikmanna liðsins í 4-1 sigrinum á Laugardalsvellinum í gær. Markið:Árni Gautur Arason 6 Gat ekkert gert í fyrsta markinu. Greip vel inn í þegar til þurfti og var öruggur. Vörnin:Kristján Örn Sigurðsson 6 Eins og venjulega er varnarleikur hans fyrsta flokks en sóknartilburðirnir eru varla til staðar. – Gylfi Einarsson (46., 5) Komst lítið inn í leikinn en barðist vel. Stefán Gíslason 7 Gríðarlega öflugur í loftinu og lenti aldrei í vandræðum með sóknarmenn S-Afríku. Auðun Helgason 7 Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum og tapaði varla návígi. Indriði Sigurðsson 7 Lagði fyrsta markið upp á mjög laglegan hátt og sinnti varnarskyldunni af festu og skynsemi. Yfir litlu að kvarta. – Haraldur Guðmundsson (80.) Gerði engin mistök. Miðjan:Grétar Rafn Steinsson 8 Mjög frískur á hægri kantinum í fyrri hálfleik og feikilega öruggur í bakverðinum þeim síðari. – Bjarni Ólafur Eiríksson (64., 6) Lék sinn fyrsta landsleik en það var ekki að sjá. Kári Árnason 8 Mjög duglegur á miðjunni og skilaði boltanum jafnan skynsamlega frá sér. Vann næstum öll návígi sín og hefði réttilega átt að fá víti í fyrri hálfleik. – Gunnar Heiðar Þorvaldsson (53., 5) Fann sig ekki á hægri kantinum. Arnar Þór Viðarsson 7 Naut sín vel í sinni kjörstöðu á miðri miðjunni og gerði hlutina einfalt. Skoraði auk þess gott mark – Jóhannes Harðarson (70., 5) Reyndi lítið á hann en hann dreifði boltanum ágætlega á miðjunni. Eiður Smári Guðjohnsen 8 Byrjaði og endaði heldur rólega en þess á milli naut hann sín virkilega. Í öðrum klassa en aðrir á vellinum þegar hann tók sig til, en það er svo sem það sem búast má við af honum. Tryggvi Guðmundsson 6 Var eilítið villtur og átti það til að vera kominn út úr sinni stöðu á vinstri vængnum. – Veigar Páll Gunnarsson (57., 7) Lagði upp eitt og skoraði annað eftir að hafa komið inn á. Varla hægt að biðja um mikið meira. Sóknin:Heiðar Helguson 5 Náði sér alls ekki á strik, var lítið í boltanum og skortir greinilega leikæfingu. Skoraði hins vegar gott mark með sínu hættulegasta vopni – höfðinu.
Íslenski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira