Ekkert barnaklám fannst í tölvum 17. ágúst 2005 00:01 Ekkert barnaklámsefni hefur fundist í tölvubúnaði Íslendings sem lögreglan í Reykjavík handtók um miðjan júní, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Málið er nú komið til lögfræðideildar lögreglustjórans í Reykjavík. Þaðan verður því vísað til ríkissaksóknara til ákvörðunar um hvort ákæra verður lögð fram eða því vísað frá. Það var í júní sem lögreglan í Reykjavík handtók 32 ára mann vegna gruns um að hann tengdist alþjóðlegum barnaklámhring. Handtakan tengdist umfangsmiklum aðgerðum gegn klámhringnum sem stjórnað var af Europol undir heitinu "Icebreaker". Náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Við rannsóknina ytra komu upp vísbendingar um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði klámhringsins. Hann var yfirheyrður og látinn laus að því loknu. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi. Þá var ekki talið að hann hefði dreift slíku efni til annarra hér á landi. Lögreglan lagði hald á átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum á heimili mannsins. Undanfarnar vikur hefur farið fram "lúsarleit", eins og það var orðað við blaðið, í tölvunum en ekkert klámfengið efni fundist. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði að málið hefði verið búið að vera um ár í vinnslu hjá Europol þegar beiðni þaðan hefði borist til lögreglunnar í Reykjavík varðandi hinn grunaða Íslending. Það gæti gert gæfumuninn varðandi það hvort gögn fyndust í tölvubúnaði eða ekki því miðlarnir sem geymdu þau hreinsuðu út hjá sér hýst efni með ákveðnu millibili. "Reglan er sú að það efni sem er inni á tölvu er á ábyrgð þess sem skráður er fyrir henni, nema að hann geti sýnt fram á að einhver annar hafi verið þar að verki," sagði Sigurbjörn Víðir. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Ekki þurfti sérstakan aðgang að netkláminu heldur var hægt að komast inn á miðilinn með leit. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira
Ekkert barnaklámsefni hefur fundist í tölvubúnaði Íslendings sem lögreglan í Reykjavík handtók um miðjan júní, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Málið er nú komið til lögfræðideildar lögreglustjórans í Reykjavík. Þaðan verður því vísað til ríkissaksóknara til ákvörðunar um hvort ákæra verður lögð fram eða því vísað frá. Það var í júní sem lögreglan í Reykjavík handtók 32 ára mann vegna gruns um að hann tengdist alþjóðlegum barnaklámhring. Handtakan tengdist umfangsmiklum aðgerðum gegn klámhringnum sem stjórnað var af Europol undir heitinu "Icebreaker". Náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Við rannsóknina ytra komu upp vísbendingar um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði klámhringsins. Hann var yfirheyrður og látinn laus að því loknu. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi. Þá var ekki talið að hann hefði dreift slíku efni til annarra hér á landi. Lögreglan lagði hald á átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum á heimili mannsins. Undanfarnar vikur hefur farið fram "lúsarleit", eins og það var orðað við blaðið, í tölvunum en ekkert klámfengið efni fundist. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði að málið hefði verið búið að vera um ár í vinnslu hjá Europol þegar beiðni þaðan hefði borist til lögreglunnar í Reykjavík varðandi hinn grunaða Íslending. Það gæti gert gæfumuninn varðandi það hvort gögn fyndust í tölvubúnaði eða ekki því miðlarnir sem geymdu þau hreinsuðu út hjá sér hýst efni með ákveðnu millibili. "Reglan er sú að það efni sem er inni á tölvu er á ábyrgð þess sem skráður er fyrir henni, nema að hann geti sýnt fram á að einhver annar hafi verið þar að verki," sagði Sigurbjörn Víðir. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Ekki þurfti sérstakan aðgang að netkláminu heldur var hægt að komast inn á miðilinn með leit.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira