Frábært fordæmi 16. ágúst 2005 00:01 "Þetta er frábært fordæmi hjá Húsasmiðjunni," segir Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu um þá starfsmannastefnu Húsasmiðjunnar, að auglýsa eftir eldra fólki til starfa með reynslu úr hinum ýmsu geirum atvinnulífsins. Arna hefur átt sæti í tveimur ráðherranefndum sem fjallað hafa um starfsmál þessara aldurshópa á undanförnum árum. Önnur var á vegum félagsmálaráðherra og umfjöllunarefni hennar var staða miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Nefndin lagði fram tillögur um hvernig styrkja mætti stöðu þeirra og með hvaða hætti opinberir aðilar gætu brugðist við. "Nefndin... leggur til að stjórnvöld hefji nú þegar sérstakt fimm ára verkefni til að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði," segir í niðurstöðu hennar. Enn fremur að málefnum þessa hóps verði sinnt sérstaklega á komandi árum. Verkefninu er sérstaklega ætlað að skapa jákvæða umræðu um miðaldra og eldra fólk á vinnumarkaði, bæta ímynd þess og skapa farveg fyrir nauðsynlega viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði og í þjóðfélaginu í heild. Hin nefndin sem hugaði að sveigjanlegum starfslokum var á vegum forsætisráðherra. Hún leggur meðal annars til að breytingar verði gerðar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða þannig að hægt sé að fresta töku lífeyris til allt að 72 ára aldurs án þess að ávinningur réttinda stöðvist. "Ég held að út úr þessu nefndastarfi þurfi fyrst og fremst að koma sveigjanleiki og að fólk njóti sannmælis um getu sína og stöðu," segir Arna Jakobína. "Það þýðir líka að hvetja þarf fólk til símenntunar og virkrar þátttöku í þeim breytingum sem verða á vinnumarkaðnum. Fyrir ellilífeyrisþega er gott að geta verið í hlutastarfi. Þá eru þeir þátttakendur í samfélaginu og miðla jafnframt af reynslu sinni til hinna sem yngri eru. En menn þurfa líka að víkja fyrir yngra fólki, því þetta þarf að vera þróun." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
"Þetta er frábært fordæmi hjá Húsasmiðjunni," segir Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu um þá starfsmannastefnu Húsasmiðjunnar, að auglýsa eftir eldra fólki til starfa með reynslu úr hinum ýmsu geirum atvinnulífsins. Arna hefur átt sæti í tveimur ráðherranefndum sem fjallað hafa um starfsmál þessara aldurshópa á undanförnum árum. Önnur var á vegum félagsmálaráðherra og umfjöllunarefni hennar var staða miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Nefndin lagði fram tillögur um hvernig styrkja mætti stöðu þeirra og með hvaða hætti opinberir aðilar gætu brugðist við. "Nefndin... leggur til að stjórnvöld hefji nú þegar sérstakt fimm ára verkefni til að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði," segir í niðurstöðu hennar. Enn fremur að málefnum þessa hóps verði sinnt sérstaklega á komandi árum. Verkefninu er sérstaklega ætlað að skapa jákvæða umræðu um miðaldra og eldra fólk á vinnumarkaði, bæta ímynd þess og skapa farveg fyrir nauðsynlega viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði og í þjóðfélaginu í heild. Hin nefndin sem hugaði að sveigjanlegum starfslokum var á vegum forsætisráðherra. Hún leggur meðal annars til að breytingar verði gerðar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða þannig að hægt sé að fresta töku lífeyris til allt að 72 ára aldurs án þess að ávinningur réttinda stöðvist. "Ég held að út úr þessu nefndastarfi þurfi fyrst og fremst að koma sveigjanleiki og að fólk njóti sannmælis um getu sína og stöðu," segir Arna Jakobína. "Það þýðir líka að hvetja þarf fólk til símenntunar og virkrar þátttöku í þeim breytingum sem verða á vinnumarkaðnum. Fyrir ellilífeyrisþega er gott að geta verið í hlutastarfi. Þá eru þeir þátttakendur í samfélaginu og miðla jafnframt af reynslu sinni til hinna sem yngri eru. En menn þurfa líka að víkja fyrir yngra fólki, því þetta þarf að vera þróun."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira