Frábært fordæmi 16. ágúst 2005 00:01 "Þetta er frábært fordæmi hjá Húsasmiðjunni," segir Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu um þá starfsmannastefnu Húsasmiðjunnar, að auglýsa eftir eldra fólki til starfa með reynslu úr hinum ýmsu geirum atvinnulífsins. Arna hefur átt sæti í tveimur ráðherranefndum sem fjallað hafa um starfsmál þessara aldurshópa á undanförnum árum. Önnur var á vegum félagsmálaráðherra og umfjöllunarefni hennar var staða miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Nefndin lagði fram tillögur um hvernig styrkja mætti stöðu þeirra og með hvaða hætti opinberir aðilar gætu brugðist við. "Nefndin... leggur til að stjórnvöld hefji nú þegar sérstakt fimm ára verkefni til að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði," segir í niðurstöðu hennar. Enn fremur að málefnum þessa hóps verði sinnt sérstaklega á komandi árum. Verkefninu er sérstaklega ætlað að skapa jákvæða umræðu um miðaldra og eldra fólk á vinnumarkaði, bæta ímynd þess og skapa farveg fyrir nauðsynlega viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði og í þjóðfélaginu í heild. Hin nefndin sem hugaði að sveigjanlegum starfslokum var á vegum forsætisráðherra. Hún leggur meðal annars til að breytingar verði gerðar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða þannig að hægt sé að fresta töku lífeyris til allt að 72 ára aldurs án þess að ávinningur réttinda stöðvist. "Ég held að út úr þessu nefndastarfi þurfi fyrst og fremst að koma sveigjanleiki og að fólk njóti sannmælis um getu sína og stöðu," segir Arna Jakobína. "Það þýðir líka að hvetja þarf fólk til símenntunar og virkrar þátttöku í þeim breytingum sem verða á vinnumarkaðnum. Fyrir ellilífeyrisþega er gott að geta verið í hlutastarfi. Þá eru þeir þátttakendur í samfélaginu og miðla jafnframt af reynslu sinni til hinna sem yngri eru. En menn þurfa líka að víkja fyrir yngra fólki, því þetta þarf að vera þróun." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
"Þetta er frábært fordæmi hjá Húsasmiðjunni," segir Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu um þá starfsmannastefnu Húsasmiðjunnar, að auglýsa eftir eldra fólki til starfa með reynslu úr hinum ýmsu geirum atvinnulífsins. Arna hefur átt sæti í tveimur ráðherranefndum sem fjallað hafa um starfsmál þessara aldurshópa á undanförnum árum. Önnur var á vegum félagsmálaráðherra og umfjöllunarefni hennar var staða miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Nefndin lagði fram tillögur um hvernig styrkja mætti stöðu þeirra og með hvaða hætti opinberir aðilar gætu brugðist við. "Nefndin... leggur til að stjórnvöld hefji nú þegar sérstakt fimm ára verkefni til að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði," segir í niðurstöðu hennar. Enn fremur að málefnum þessa hóps verði sinnt sérstaklega á komandi árum. Verkefninu er sérstaklega ætlað að skapa jákvæða umræðu um miðaldra og eldra fólk á vinnumarkaði, bæta ímynd þess og skapa farveg fyrir nauðsynlega viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði og í þjóðfélaginu í heild. Hin nefndin sem hugaði að sveigjanlegum starfslokum var á vegum forsætisráðherra. Hún leggur meðal annars til að breytingar verði gerðar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða þannig að hægt sé að fresta töku lífeyris til allt að 72 ára aldurs án þess að ávinningur réttinda stöðvist. "Ég held að út úr þessu nefndastarfi þurfi fyrst og fremst að koma sveigjanleiki og að fólk njóti sannmælis um getu sína og stöðu," segir Arna Jakobína. "Það þýðir líka að hvetja þarf fólk til símenntunar og virkrar þátttöku í þeim breytingum sem verða á vinnumarkaðnum. Fyrir ellilífeyrisþega er gott að geta verið í hlutastarfi. Þá eru þeir þátttakendur í samfélaginu og miðla jafnframt af reynslu sinni til hinna sem yngri eru. En menn þurfa líka að víkja fyrir yngra fólki, því þetta þarf að vera þróun."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira