Spriklar í golfi á sumrin 16. ágúst 2005 00:01 "Ég reyni að vera duglegur í líkamsræktinni en ég er kannski ekki alltaf eins duglegur og ég vil vera. Ég á samt kortið," segir Jón Ingi og hlær. "Á sumrin er ég mikið í golfinu og það er mín helsta líkamsrækt. Ég get spriklað á vellinum fram á haust en ég veit svo sem ekki hve mikið gagn það gerir líkamlega séð en það er nógu skemmtilegt," segir Jón Ingi sem stundar enga skipulagða líkamsrækt. "Nei ég geri svona hitt og þetta. Ég hleyp og lyfti þegar ég fer í ræktina og geri sitt lítið af hverju. Síðan spila ég innanhúss bumbubolta með félögunum á veturna. Ég leik líka á sviði og það er ansi mikil líkamsrækt. Að leika á sviði jafnast stundum á við nokkra eróbikktíma. Þannig að þetta tínist til og ég reyni að hreyfa mig eitthvað þegar ég hef tíma og nenni. Það helst í hendur." "Lestur bóka er mín andlega leikfimi. Ég er alltaf með einhverjar bækur að lesa," segir Jón Ingi sem mætti þó hugsa meira um mataræðið. "Ég mætti vera mun meðvitaðri um mataræði. Ég er náttúrulega nammigrís og get verið svolítið góður við mig. Ég myndi segja að ég væri enginn ofstopamaður þegar kemur að heilsurækt. Ég er frekar mikill meðaljón, sem er mjög gott." Heilsa Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég reyni að vera duglegur í líkamsræktinni en ég er kannski ekki alltaf eins duglegur og ég vil vera. Ég á samt kortið," segir Jón Ingi og hlær. "Á sumrin er ég mikið í golfinu og það er mín helsta líkamsrækt. Ég get spriklað á vellinum fram á haust en ég veit svo sem ekki hve mikið gagn það gerir líkamlega séð en það er nógu skemmtilegt," segir Jón Ingi sem stundar enga skipulagða líkamsrækt. "Nei ég geri svona hitt og þetta. Ég hleyp og lyfti þegar ég fer í ræktina og geri sitt lítið af hverju. Síðan spila ég innanhúss bumbubolta með félögunum á veturna. Ég leik líka á sviði og það er ansi mikil líkamsrækt. Að leika á sviði jafnast stundum á við nokkra eróbikktíma. Þannig að þetta tínist til og ég reyni að hreyfa mig eitthvað þegar ég hef tíma og nenni. Það helst í hendur." "Lestur bóka er mín andlega leikfimi. Ég er alltaf með einhverjar bækur að lesa," segir Jón Ingi sem mætti þó hugsa meira um mataræðið. "Ég mætti vera mun meðvitaðri um mataræði. Ég er náttúrulega nammigrís og get verið svolítið góður við mig. Ég myndi segja að ég væri enginn ofstopamaður þegar kemur að heilsurækt. Ég er frekar mikill meðaljón, sem er mjög gott."
Heilsa Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira