Innlent

Gefur lítið fyrir Baugsákærur

MYND/365
Breska blaðið The Guardian gefur lítið fyrir ákærurnar á hendur Baugi í ítarlegri grein sem birt er á viðskiptasíðu blaðsins í dag. The Guardian hefur látið þýða málsskjölin fyrir sig og látið sérfræðinga sína rannsaka það. Þeir virðast komast að þeirri niðurstöðu að allt vafstrið í kringum Baug sé stormur í vatnsglasi. Ekkert tillit sé tekið til þess hversu hratt Baugur hafi vaxið né önnur fyrirtæki í svipuðum rekstri erlendis. Nítján ákæruatriðanna tengjast viðskiptum Baugs við önnur fyrirtæki, einkum Gaum, sem er í eigu Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú tengjast rekstri skemmtibáta á Flórída, þrjú kaupum á 10-11 verslanakeðjunni, tvö viðskiptum með hlutabréf í Arcadia, sex atriði tengjast bókhaldsmálum, fjögur meintum tollsvikum sem tengjast Baugi óbeint og tvö tengjast einkareikningum Tryggva jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Í grein The Guardian er meðal annars sagt að þótt ákærurnar líti skuggalega út virðist þær ekki byggðar á efnahagslegum raunveruleika og geti allar átt sér eðlilegar og saklausar skýringar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×