Sport

HM í frjálsum hafið í Helsinki

Tíunda heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hófst í Helsinki í morgun. Fjölmargir kunnir frjálsíþróttakappar missa af mótinu vegna meiðsla en 32 ólympíumeistarar eru skráðir til keppni. Þrefaldur heimsmeistari í kúluvarpi, Bandaríkjamaðurinn John Godina, komst ekki í úrslit í kúlunni, kastaði aðeins 19,54 metra og varð áttundi í sínum riðli. Godina hefur lengst kastað 22,20 metra á þessu ári en hann er meiddur og því fór sem fór. Bandaríkjamaðurinn Christian Cantwell kastaði lengst í undankeppninni í morgun, 21,11 metra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×