Mannréttindi víkja fyrir öryggi 5. ágúst 2005 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að hann væri tilbúinn til að breyta lögum um mannréttindi, standi þau í vegi fyrir því að ríkisvaldið geti sent útlendinga úr landi hvetji þeir til hryðjuverka. Bresk stjórnvöld geta þegar neitað þeim um aðgang, eða sent úr landi, sem teljast ógn við þjóðaröryggi. Sumar þessar breytingar kalla einungis á reglugerðabreytingar. Blair sagði möguleika á því að þingmenn yrðu kallaðir snemma til þings úr sumarfríi til að ræða lagabreytingar. Samkvæmt nýrri áætlun til að berjast gegn hryðjuverkum, sem Blair kynnti í gær, verður það gert ólöglegt að réttlæta eða lofsyngja hryðjuverk. Þá verður hverjum þeim sem á einhvern hátt tengjast hryðjuverkum hafnað um hæli í Bretlandi. Einnig á að kanna hvernig hægt verður að loka moskum sem hvetja til ofbeldisverka, og senda fólk úr landi sem tengist ákveðnum bókabúðum eða vefsíðum. Charles Kennedy, leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi sagði að þessar tvær síðastnefndur tillögur verði til þess að auka spennu í landinu. Kennedy sagði einnig að samvinna stjórnmálaflokka til að berjast gegn hryðjuverkum, sé í hættu vegna þessara tillagna Blairs. David Davis, skuggaráðherra innanríkismála fyrir Íhaldsflokkinn, sagðist að mestu leyti ánægður með tillögurnar, sem sneru að því að senda fólk úr landi eða meina þeim aðgang. Hann sagði þetta vera tillögur sem samræmdust því sem Íhaldsflokkurinn hefur verið að kalla eftir. Davis fannst þó sá tími sem gefinn er, eða mánuður, vera of stuttur. Ráð múslima í Bretlandi sagði að þessar breytingar muni vinna á móti tilgangi sínum, sérstaklega ákvörðunin að banna Hibz ut-Tahrir samtökin. "Ef einhver samtök eru talin brjóta gegn lögum okkar, eiga slík mál að fara í gegn um réttarkerfið en ekki neyða samtökin til að stafa í felum. Það lítur út fyrir að með því að banna samtökin séum við að grafa undan lýðræðislegum gildum okkar," sagði Inayat Bunglawala, talsmaður Ráðsins. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að hann væri tilbúinn til að breyta lögum um mannréttindi, standi þau í vegi fyrir því að ríkisvaldið geti sent útlendinga úr landi hvetji þeir til hryðjuverka. Bresk stjórnvöld geta þegar neitað þeim um aðgang, eða sent úr landi, sem teljast ógn við þjóðaröryggi. Sumar þessar breytingar kalla einungis á reglugerðabreytingar. Blair sagði möguleika á því að þingmenn yrðu kallaðir snemma til þings úr sumarfríi til að ræða lagabreytingar. Samkvæmt nýrri áætlun til að berjast gegn hryðjuverkum, sem Blair kynnti í gær, verður það gert ólöglegt að réttlæta eða lofsyngja hryðjuverk. Þá verður hverjum þeim sem á einhvern hátt tengjast hryðjuverkum hafnað um hæli í Bretlandi. Einnig á að kanna hvernig hægt verður að loka moskum sem hvetja til ofbeldisverka, og senda fólk úr landi sem tengist ákveðnum bókabúðum eða vefsíðum. Charles Kennedy, leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi sagði að þessar tvær síðastnefndur tillögur verði til þess að auka spennu í landinu. Kennedy sagði einnig að samvinna stjórnmálaflokka til að berjast gegn hryðjuverkum, sé í hættu vegna þessara tillagna Blairs. David Davis, skuggaráðherra innanríkismála fyrir Íhaldsflokkinn, sagðist að mestu leyti ánægður með tillögurnar, sem sneru að því að senda fólk úr landi eða meina þeim aðgang. Hann sagði þetta vera tillögur sem samræmdust því sem Íhaldsflokkurinn hefur verið að kalla eftir. Davis fannst þó sá tími sem gefinn er, eða mánuður, vera of stuttur. Ráð múslima í Bretlandi sagði að þessar breytingar muni vinna á móti tilgangi sínum, sérstaklega ákvörðunin að banna Hibz ut-Tahrir samtökin. "Ef einhver samtök eru talin brjóta gegn lögum okkar, eiga slík mál að fara í gegn um réttarkerfið en ekki neyða samtökin til að stafa í felum. Það lítur út fyrir að með því að banna samtökin séum við að grafa undan lýðræðislegum gildum okkar," sagði Inayat Bunglawala, talsmaður Ráðsins.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira