Írak er ástæðan 4. ágúst 2005 00:01 Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því um síðustu helgi að hryðjuverkamaðurinn Osman Hussain, breskur ríkisborgari af afrískum uppruna, hefði við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Róm sagt að Íraksstríðið væri ástæðan fyrir hinu misheppnaða ódæðisverki sem hann og félagar hans unnu í London 21. júlí síðastliðinn. Hussain er sagður hafa skýrt frá því að hann og fleiri ungir menn í borginni hafi komið saman og horft á kvikmyndir sem lýstu því hvernig konur og börn væru fórnarlömb innrásarherjanna í Írak. Það hafi komið þeim úr jafnvægi og skapað hatur í brjósti þeirra. Þeir hafi strengt þess heit að hefna fyrir þá glæpi sem unnir væru í Írak. Áður höfðu íslömsk hryðjuverkasamtök lýst því yfir að grimmdarverkið í London 7. júlí, þegar 52 voru myrtir og um 700 særðir, væri hefnd fyrir þátttöku Breta í innrásinni í Írak. Þá hefur verið leitt í ljós að sprengingarnar í Madríd í apríl fyrra voru tilraun íslamskra öfgamanna til að fá Spánverja til að kalla herlið sitt frá Írak. Þáverandi ríkisstjórn Spánar reyndi að fela vitneskju um það og kenna baskneskum öfgamönnum um glæpinn, því hún óttaðist dóm kjósenda. Þrátt fyrir þessar upplýsingar vilja stjórnvöld í Bretlandi ekki ræða hryðjuverkin og ógnina sem yfir vofir í tengslum við Íraksstríðið. Þau benda á að árásir í nafni íslamskrar ofstækistrúar og haturs á vestrænni menningu og lýðræði hafi margsinnis átt sér stað áður en ráðist var inn í Írak. Í því sambandi er til dæmis bent á hina mannskæðu árás á tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Enn fremur er sagt að með því að blanda Íraksstríðinu og hryðjuverkunum saman séu menn vitandi vits eða óafvitandi að skapa réttlætingu fyrir grimmdarverkunum. Málsvarar Íraksstríðsins í öðrum löndum, þar á meðal hér á landi, taka undir þetta. Það er rétt að vel má ímynda sér að hryðjuverkaárás hefði verið gerð á London án þess að Bretar hefðu tekið þátt í innrásinni í Írak. Og hitt ber líka að hafa í huga, að jafnvel þótt Íraksstríðið væri eina ástæðan fyrir hryðjuverkum á Vesturlöndum væri það eitt ekki nægileg ástæða að telja innrásina ranga og óréttmæta. Hvert mál verður að vega og meta á sjálfstæðum forsendum. En það er hættulegt hinu frjálsa þjóðfélagi okkar þegar menn leggjast í afneitun staðreynda. Við verjumst ekki hryðjuverkum með þeim hætti. Íraksstríðið er greinilega orðið sjálfstæður orsakavaldur fyrir auknu fylgi ofstækismanna sem hata vestræna menningu og lýðræði. Ástæðan fyrir því að Blair, forsætisráðherra Bretlands, og samherjar hans og skoðanabræður í öðrum löndum vilja hvorki ræða þetta né viðurkenna er sú að þeir hafa slæma samvisku. Innrásin í Írak var gerð á grundvelli rangra og að hluta til falsaðra upplýsinga. Innanlandsmál í Írak hafa síðan ekki þróast með þeim hætti sem stjórnendur innrásarinnar, menn eins og Blair og Bush Bandaríkjaforseti, fullyrtu að þau myndu gera. Ljóst er að bregðast verður við hryðjuverkaógninni með stóraukinni öryggisgæslu í flestum löndum í okkar heimshluta. En um leið verða forystumenn lýðræðisafla í heiminum að hafa hugrekki til að horfast í augu við það sem nærir og eflir hryðjuverkaöflin, jafnvel þótt óþægilegt sé, og bregðast við því af kaldri skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því um síðustu helgi að hryðjuverkamaðurinn Osman Hussain, breskur ríkisborgari af afrískum uppruna, hefði við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Róm sagt að Íraksstríðið væri ástæðan fyrir hinu misheppnaða ódæðisverki sem hann og félagar hans unnu í London 21. júlí síðastliðinn. Hussain er sagður hafa skýrt frá því að hann og fleiri ungir menn í borginni hafi komið saman og horft á kvikmyndir sem lýstu því hvernig konur og börn væru fórnarlömb innrásarherjanna í Írak. Það hafi komið þeim úr jafnvægi og skapað hatur í brjósti þeirra. Þeir hafi strengt þess heit að hefna fyrir þá glæpi sem unnir væru í Írak. Áður höfðu íslömsk hryðjuverkasamtök lýst því yfir að grimmdarverkið í London 7. júlí, þegar 52 voru myrtir og um 700 særðir, væri hefnd fyrir þátttöku Breta í innrásinni í Írak. Þá hefur verið leitt í ljós að sprengingarnar í Madríd í apríl fyrra voru tilraun íslamskra öfgamanna til að fá Spánverja til að kalla herlið sitt frá Írak. Þáverandi ríkisstjórn Spánar reyndi að fela vitneskju um það og kenna baskneskum öfgamönnum um glæpinn, því hún óttaðist dóm kjósenda. Þrátt fyrir þessar upplýsingar vilja stjórnvöld í Bretlandi ekki ræða hryðjuverkin og ógnina sem yfir vofir í tengslum við Íraksstríðið. Þau benda á að árásir í nafni íslamskrar ofstækistrúar og haturs á vestrænni menningu og lýðræði hafi margsinnis átt sér stað áður en ráðist var inn í Írak. Í því sambandi er til dæmis bent á hina mannskæðu árás á tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Enn fremur er sagt að með því að blanda Íraksstríðinu og hryðjuverkunum saman séu menn vitandi vits eða óafvitandi að skapa réttlætingu fyrir grimmdarverkunum. Málsvarar Íraksstríðsins í öðrum löndum, þar á meðal hér á landi, taka undir þetta. Það er rétt að vel má ímynda sér að hryðjuverkaárás hefði verið gerð á London án þess að Bretar hefðu tekið þátt í innrásinni í Írak. Og hitt ber líka að hafa í huga, að jafnvel þótt Íraksstríðið væri eina ástæðan fyrir hryðjuverkum á Vesturlöndum væri það eitt ekki nægileg ástæða að telja innrásina ranga og óréttmæta. Hvert mál verður að vega og meta á sjálfstæðum forsendum. En það er hættulegt hinu frjálsa þjóðfélagi okkar þegar menn leggjast í afneitun staðreynda. Við verjumst ekki hryðjuverkum með þeim hætti. Íraksstríðið er greinilega orðið sjálfstæður orsakavaldur fyrir auknu fylgi ofstækismanna sem hata vestræna menningu og lýðræði. Ástæðan fyrir því að Blair, forsætisráðherra Bretlands, og samherjar hans og skoðanabræður í öðrum löndum vilja hvorki ræða þetta né viðurkenna er sú að þeir hafa slæma samvisku. Innrásin í Írak var gerð á grundvelli rangra og að hluta til falsaðra upplýsinga. Innanlandsmál í Írak hafa síðan ekki þróast með þeim hætti sem stjórnendur innrásarinnar, menn eins og Blair og Bush Bandaríkjaforseti, fullyrtu að þau myndu gera. Ljóst er að bregðast verður við hryðjuverkaógninni með stóraukinni öryggisgæslu í flestum löndum í okkar heimshluta. En um leið verða forystumenn lýðræðisafla í heiminum að hafa hugrekki til að horfast í augu við það sem nærir og eflir hryðjuverkaöflin, jafnvel þótt óþægilegt sé, og bregðast við því af kaldri skynsemi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun