Allt með kyrrum kjörum í London 4. ágúst 2005 00:01 Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Lundúnum í morgun. Öryggisyfirvöld höfðu pata af því að hryðjuverkamenn hyggðu á árásir í dag en í dag eru nákvæmlega fjórar vikur síðan yfir fimmtíu manns létust í árásum á borgina. Annatíminn í almenningssamgöngum gekk vandræðalaust fyrir sig sem má hugsanlega rekja til gríðarlegrar öryggisgæslu. Þúsundir lögreglumanna eru á götum borgarinnar, gráir fyrir járnum, og leyniskyttum var komið fyrir á húsþökum víða um borgina. Lögregluyfirvöld hafa gengið svo langt að sækja lögreglumenn á eftirlaunum til starfa á nýjan leik. Í morgun voru allar neðanjarðarlestarstöðvar í London opnar í fyrsta skipti síðan sjöunda júlí þegar fyrri árásarhrinan átti sér stað. Lögreglustjóri New York borgar greindi frá því í gærkvöldi að sprengjurnar, sem notaðar voru í þeirri árás, hafi verið einfaldar og gerður úr efnum sem finna mætti á næstu hárgreiðslustofu eða byggingavöruverslun. Meðal efna sem notuð voru til smíði þeirra voru hárbleikiefni til að setja strípur í hár og svo efni lík rotvarnarefnum. Sprengjurnar hafi verið sprengdar með farsímahringingu. Bretar eru ekki ánægðir með að greint hafi verið frá þessu og óttast jafnframt að þessar einföldu sprengjur þýði að hryðjuverkamenn eigi auðvelt með að setja þær saman. Þeir geti því ráðist á skotmörk í Lundúnum, þá líkast til önnur en almenningsfarartæki þar sem öryggiseftirlit er mikið. Í seinni hrinu árásanna voru sprengjurnar enn einfaldari, samkvæmt því sem ítalskir fjölmiðlar fullyrða að Osman Hussain hafi sagt við yfirheyrslur. Hann mun hafa sagt að í bakpokanum sínum hafi verið hvellhetta til að búa til hvell og svo hveiti, en ekkert annað. Breska lögreglan vísar þessu hins vegar á bug. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Lundúnum í morgun. Öryggisyfirvöld höfðu pata af því að hryðjuverkamenn hyggðu á árásir í dag en í dag eru nákvæmlega fjórar vikur síðan yfir fimmtíu manns létust í árásum á borgina. Annatíminn í almenningssamgöngum gekk vandræðalaust fyrir sig sem má hugsanlega rekja til gríðarlegrar öryggisgæslu. Þúsundir lögreglumanna eru á götum borgarinnar, gráir fyrir járnum, og leyniskyttum var komið fyrir á húsþökum víða um borgina. Lögregluyfirvöld hafa gengið svo langt að sækja lögreglumenn á eftirlaunum til starfa á nýjan leik. Í morgun voru allar neðanjarðarlestarstöðvar í London opnar í fyrsta skipti síðan sjöunda júlí þegar fyrri árásarhrinan átti sér stað. Lögreglustjóri New York borgar greindi frá því í gærkvöldi að sprengjurnar, sem notaðar voru í þeirri árás, hafi verið einfaldar og gerður úr efnum sem finna mætti á næstu hárgreiðslustofu eða byggingavöruverslun. Meðal efna sem notuð voru til smíði þeirra voru hárbleikiefni til að setja strípur í hár og svo efni lík rotvarnarefnum. Sprengjurnar hafi verið sprengdar með farsímahringingu. Bretar eru ekki ánægðir með að greint hafi verið frá þessu og óttast jafnframt að þessar einföldu sprengjur þýði að hryðjuverkamenn eigi auðvelt með að setja þær saman. Þeir geti því ráðist á skotmörk í Lundúnum, þá líkast til önnur en almenningsfarartæki þar sem öryggiseftirlit er mikið. Í seinni hrinu árásanna voru sprengjurnar enn einfaldari, samkvæmt því sem ítalskir fjölmiðlar fullyrða að Osman Hussain hafi sagt við yfirheyrslur. Hann mun hafa sagt að í bakpokanum sínum hafi verið hvellhetta til að búa til hvell og svo hveiti, en ekkert annað. Breska lögreglan vísar þessu hins vegar á bug.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira