Óttast fleiri sprengjuárásir 1. ágúst 2005 00:01 Þúsundir lögreglumanna voru við eftirlit á götum Lundúna í gær af ótta við að þriðja alda hryðjuverka væri yfirvofandi og er viðbúnaður í hámarki. Talið er að þriðji hópur sjálfsmorðsárásarmanna ráðist til atlögu innan skamms. Breska dagblaðið The Times hefur eftir heimildarmönnum í bandarísku leyniþjónustunni að þriðji hópurinn samanstandi af breskum múslimum sem talið er að hafi verið langt komnir í undirbúningi fyrir sprengjuárás á fimmtudaginn í síðustu viku. Blaðið segir að yfirvofandi sprengjuárás á fimmtudaginn hafi verið ástæðan fyrir því að sex þúsund lögreglumenn hafi verið á götum úti og helmingur þeirra vopnaður. Scotland Yard sagði á fimmtudaginn að í gangi væri æfing, sú stærsta frá því í síðari heimsstyrjöldinni, í því skyni að kanna getu lögreglunnar og auka öryggistilfinningu borgaranna. The Times segir að lögregla og leyniþjónustan telji nær öruggt að hryðjuverkamenn reyni þriðju atlöguna á samgöngukerfi borgarinnar. Með henni ætli þeir meðal annars að sýna fram á hversu auðvelt það sé að fá fleiri sjálfsmorðsárásarmenn til samstarfs. Lögregla og ráðamenn hafa af því áhyggjur hversu lengi sé hægt að halda úti viðlíka viðbúnaði. Ian Blair, yfirlögreglustjóri Lundúnalögreglunnar, segir að úthald lögregluþjóna fari þverrandi og þeir séu orðnir afar þreyttir þrátt fyrir að auka mannafl hafi verið kallað til og leyfi afturkölluð. Lögregluaðgerðirnar kosta um 50 milljónir íslenskra króna á dag. Rannsókn lögreglunnar beinist nú einna helst að því að kanna tengsl milli árásanna 7. og 21. júlí auk þess sem leit að svokölluðum lykilmönnum sem skipulögðu árásirnar stendur yfir. Sjö voru handteknir í Brighton á sunnudag og hafa því alls átján verið handteknir í Bretlandi. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Þúsundir lögreglumanna voru við eftirlit á götum Lundúna í gær af ótta við að þriðja alda hryðjuverka væri yfirvofandi og er viðbúnaður í hámarki. Talið er að þriðji hópur sjálfsmorðsárásarmanna ráðist til atlögu innan skamms. Breska dagblaðið The Times hefur eftir heimildarmönnum í bandarísku leyniþjónustunni að þriðji hópurinn samanstandi af breskum múslimum sem talið er að hafi verið langt komnir í undirbúningi fyrir sprengjuárás á fimmtudaginn í síðustu viku. Blaðið segir að yfirvofandi sprengjuárás á fimmtudaginn hafi verið ástæðan fyrir því að sex þúsund lögreglumenn hafi verið á götum úti og helmingur þeirra vopnaður. Scotland Yard sagði á fimmtudaginn að í gangi væri æfing, sú stærsta frá því í síðari heimsstyrjöldinni, í því skyni að kanna getu lögreglunnar og auka öryggistilfinningu borgaranna. The Times segir að lögregla og leyniþjónustan telji nær öruggt að hryðjuverkamenn reyni þriðju atlöguna á samgöngukerfi borgarinnar. Með henni ætli þeir meðal annars að sýna fram á hversu auðvelt það sé að fá fleiri sjálfsmorðsárásarmenn til samstarfs. Lögregla og ráðamenn hafa af því áhyggjur hversu lengi sé hægt að halda úti viðlíka viðbúnaði. Ian Blair, yfirlögreglustjóri Lundúnalögreglunnar, segir að úthald lögregluþjóna fari þverrandi og þeir séu orðnir afar þreyttir þrátt fyrir að auka mannafl hafi verið kallað til og leyfi afturkölluð. Lögregluaðgerðirnar kosta um 50 milljónir íslenskra króna á dag. Rannsókn lögreglunnar beinist nú einna helst að því að kanna tengsl milli árásanna 7. og 21. júlí auk þess sem leit að svokölluðum lykilmönnum sem skipulögðu árásirnar stendur yfir. Sjö voru handteknir í Brighton á sunnudag og hafa því alls átján verið handteknir í Bretlandi.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira