Fúskarar að verki í London 1. ágúst 2005 00:01 Fúskarar voru að verki þegar misheppnaðar hryðjuverkaárásir voru gerðar í Lundúnum fyrir rúmri viku. Ítalska lögreglan segir engar vísbendingar um að maður í haldi hennar hafi nein tengsl við hryðjuverkasamtök af nokkru tagi. Þetta er niðurstaða ítalskra lögreglumanna og hryðjuverkasérfræðinga sem hafa yfirheyrt Osman Hussain, þann tilræðismannanna frá tuttugasta og fyrsta júlí sem gómaður var í Róm fyrir helgi. Carlo De Stefano, yfirmaður hryðjuverkasérsveitar ítölsku lögreglunnar, sagði rannsóknir benda til þess að Hussain tengdist hvorki glæpa- né hryðjuverkasamtökum á Ítalíu. Raunar bendi flest til þess að hann tengist engum hryðjuverkasamtökum og ekki heldur samtökum harðlínuíslamista. De Stefano segir að hegðun Hussain eftir árásirnar misheppnuðu renni stöðum undir þetta: í stað þess að flýja í fang hryðjuverkamanna hafi hann komið sér til vina og vandamanna á Ítalíu, þar sem hann fannst í íbúð bróður síns. Hann sagði enn fremur að Hussain væri samvinnuþýður. Hann var svo ákærður í dag fyrir tilraun til alþjóðlegra hryðjuverka og fyrir skilríkjafals, en þetta gætti þýtt að framsal hans til Bretlands gæti dregist mjög. Niðurstaða ítölsku lögreglunnar er sú að hópurinn sem stóð fyrir annarri hrinu hryðjuverkaárása í Lundúnum hafi verið hópur fúskara sem varð til af þessu tilefni, en að ekki hafi verið þjálfaðir harðlínumenn að verki. Breska lögreglan heldur rannsóknum sínum áfram en athyglin beinist nú í vaxandi mæli að hópi breskra múslíma af pakistönskum ættum sem talið er að leggi á ráðin um sjálfsmorðsárásir á fimmtudaginn kemur. Þessi hópur er einnig sagður tengjast hópnum sem gerði fyrstu hrinu árásanna, en sá hópur kom frá Leeds. Allir eru mennirnir taldir tengjast mosku í Finsbury Park í Lundúnum, hefur dagblaðið Times eftir bandarískum heimildarmönnum. Til að koma í veg fyrir þessar árásir eru þúsundir lögreglumanna á aukavöktum og leyniskyttur og sérsveitarmenn á húsþökum um alla borg. Yfirmenn lögreglunnar vona að aukavaktir og yfirvinna bugi ekki lögregluliðið áður en tekst að uppræta hryðjuverkahópana sem eru taldir að verki í landinu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Fúskarar voru að verki þegar misheppnaðar hryðjuverkaárásir voru gerðar í Lundúnum fyrir rúmri viku. Ítalska lögreglan segir engar vísbendingar um að maður í haldi hennar hafi nein tengsl við hryðjuverkasamtök af nokkru tagi. Þetta er niðurstaða ítalskra lögreglumanna og hryðjuverkasérfræðinga sem hafa yfirheyrt Osman Hussain, þann tilræðismannanna frá tuttugasta og fyrsta júlí sem gómaður var í Róm fyrir helgi. Carlo De Stefano, yfirmaður hryðjuverkasérsveitar ítölsku lögreglunnar, sagði rannsóknir benda til þess að Hussain tengdist hvorki glæpa- né hryðjuverkasamtökum á Ítalíu. Raunar bendi flest til þess að hann tengist engum hryðjuverkasamtökum og ekki heldur samtökum harðlínuíslamista. De Stefano segir að hegðun Hussain eftir árásirnar misheppnuðu renni stöðum undir þetta: í stað þess að flýja í fang hryðjuverkamanna hafi hann komið sér til vina og vandamanna á Ítalíu, þar sem hann fannst í íbúð bróður síns. Hann sagði enn fremur að Hussain væri samvinnuþýður. Hann var svo ákærður í dag fyrir tilraun til alþjóðlegra hryðjuverka og fyrir skilríkjafals, en þetta gætti þýtt að framsal hans til Bretlands gæti dregist mjög. Niðurstaða ítölsku lögreglunnar er sú að hópurinn sem stóð fyrir annarri hrinu hryðjuverkaárása í Lundúnum hafi verið hópur fúskara sem varð til af þessu tilefni, en að ekki hafi verið þjálfaðir harðlínumenn að verki. Breska lögreglan heldur rannsóknum sínum áfram en athyglin beinist nú í vaxandi mæli að hópi breskra múslíma af pakistönskum ættum sem talið er að leggi á ráðin um sjálfsmorðsárásir á fimmtudaginn kemur. Þessi hópur er einnig sagður tengjast hópnum sem gerði fyrstu hrinu árásanna, en sá hópur kom frá Leeds. Allir eru mennirnir taldir tengjast mosku í Finsbury Park í Lundúnum, hefur dagblaðið Times eftir bandarískum heimildarmönnum. Til að koma í veg fyrir þessar árásir eru þúsundir lögreglumanna á aukavöktum og leyniskyttur og sérsveitarmenn á húsþökum um alla borg. Yfirmenn lögreglunnar vona að aukavaktir og yfirvinna bugi ekki lögregluliðið áður en tekst að uppræta hryðjuverkahópana sem eru taldir að verki í landinu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira