Innlent

Tólf fíkniefnamál í Eyjum

Eftir fyrsta sólarhringinn á Þjóðhátíð hafa komið upp tólf fíkniefnamál í Vestmannaeyjum. Í flestum tilfellum er um neysluskammta að ræða og hafa bæði fundist kannabisefni og amfetamín. Gífurleg fíkniefnalöggæsla er í Vestmannaeyjum þjóðhátíðardagana og eru fjórir fíkniefnaleitarhundar á svæðinu. Til samanburðar voru tveir leitarhundar í fyrra. Þrátt fyrir þetta eru málin færri en í fyrra.  Ein líkamsárás hefur verið kærð og einn tekin fyrir meintan ölvunarakstur. Nóttin var með rólegra móti enda veður einmuna gott þrátt fyrir spár um annað. Þrír gistu fangageymslur í nótt, tveir vegna fíkniefnamála og einn sem handtekinn var vegna ölvunar og óspekta.  Gestir á Þjóðhátíð eru að nálgast tíu þúsund að sögn mótshaldara og er enn að bætast við í dalinn.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×