Innlent

Listaverk skemmast í eldsvoða

Skemmdir urðu á vinnuaðstöðu listamanna þegar eldur kom upp í Dugguvogi 3 á sjötta tímanum í gær. Eldurinn kom upp hjá Verksmiðjunni vinnandi fólki en eldsupptök eru enn óljós. Margir eru með starfsemi í húsinu og meðal annars eru þar tvær vinnustofur listamanna. Eldurinn var töluverður þegar slökkvilið kom á vettvang en auðvelt var að komast að honum og tók aðeins um hálftíma að ráða niðurlögum hans. Ekki urðu miklar skemmdir af völdum eldsins en mikill reykur var og reykskemmdir urðu töluverðar. "Þetta er hrikalegt," sagði Elísabet Ásberg skartgripahönnuður, sem var með aðstöðu við hliðina á Vinnandi fólki. Hún segir að sitt tjón sé verulegt og einhver listaverk hafi eyðilagst. "Meðal þess sem skemmdist var ósóttar pantanir." Á hæðinni fyrir ofan voru Sigrún Sigvaldadóttir, grafískur hönnuður, og Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður með vinnustofu, en ekki var búið að fullinnrétta hana og litlar skemmdir urðu þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×