Lundúnalögreglan biðst afsökunar 24. júlí 2005 00:01 Lögreglustjórinn í Lundúnum, Ian Blair, baðst í gær opinberlega afsökunar á því að lögregla skyldi hafa skotið til bana brasilískan rafvirkja, sem ekki tengdist hryðjuverkaárásunum í borginni á nokkurn hátt. Blair varði engu að síður þá stefnu lögreglunnar að hika ekki við að skjóta menn ef ástæða væri til að gruna þá um að bera á sér sprengju. Lundúnalögreglan tilkynnti í gærkvöld að hún hefði handtekið þriðja manninn í tengslum við rannsókn misheppnuðu tilræðanna síðasta fimmtudag. Upplýsti hún að maðurinn hefði verið handtekinn í nafni hryðjuverkavarnalaga, í sama hverfi í suðurhluta borgarinnar og Brasilíumaðurinn bjó í. Blair lögreglustjóri sagði enn fremur á blaðamannafundi að sprengiefninu sem notað var við hin misheppnuðu sprengjutilræði á fimmtudaginn svipaði mjög til þess sem notað var við hin mannskæðu tilræði tveimur vikum fyrr. Verið væri að rannsaka vísbendingar um viss tengsl milli tilræðismannanna 7. og 21. júlí. Engar sannanir væru þó enn fyrir tengslum milli tilræðanna, að sögn lögreglustjórans. Hann sagði rannsóknarina nú helst beinast að mönnunum fjórum sem eftirlitsmyndavélamyndir voru birtar af á föstudag. Blair skoraði á breska múslimasamfélagið að leggja lögreglunni lið í rannsókninni. Allar ábendingar væru líka vel þegnar, hefði einhver séð einhvern fjórmenningana sem lýst hefur verið eftir. Loft var ennþá lævi blandið í borginni í gær og lögregla beitti sprengiefni til að eyða grunsamlegum pakka sem fannst í garði í norðausturhluta Lundúna. Að sögn talsmanna lögreglunnar lék grunur á að pakkinn kynni að hafa tengst hlutum sem notaðir voru í misheppnuðu tilræðunum á fimmtudaginn. Nánari upplýsingar var ekki að fá að svo stöddu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Lögreglustjórinn í Lundúnum, Ian Blair, baðst í gær opinberlega afsökunar á því að lögregla skyldi hafa skotið til bana brasilískan rafvirkja, sem ekki tengdist hryðjuverkaárásunum í borginni á nokkurn hátt. Blair varði engu að síður þá stefnu lögreglunnar að hika ekki við að skjóta menn ef ástæða væri til að gruna þá um að bera á sér sprengju. Lundúnalögreglan tilkynnti í gærkvöld að hún hefði handtekið þriðja manninn í tengslum við rannsókn misheppnuðu tilræðanna síðasta fimmtudag. Upplýsti hún að maðurinn hefði verið handtekinn í nafni hryðjuverkavarnalaga, í sama hverfi í suðurhluta borgarinnar og Brasilíumaðurinn bjó í. Blair lögreglustjóri sagði enn fremur á blaðamannafundi að sprengiefninu sem notað var við hin misheppnuðu sprengjutilræði á fimmtudaginn svipaði mjög til þess sem notað var við hin mannskæðu tilræði tveimur vikum fyrr. Verið væri að rannsaka vísbendingar um viss tengsl milli tilræðismannanna 7. og 21. júlí. Engar sannanir væru þó enn fyrir tengslum milli tilræðanna, að sögn lögreglustjórans. Hann sagði rannsóknarina nú helst beinast að mönnunum fjórum sem eftirlitsmyndavélamyndir voru birtar af á föstudag. Blair skoraði á breska múslimasamfélagið að leggja lögreglunni lið í rannsókninni. Allar ábendingar væru líka vel þegnar, hefði einhver séð einhvern fjórmenningana sem lýst hefur verið eftir. Loft var ennþá lævi blandið í borginni í gær og lögregla beitti sprengiefni til að eyða grunsamlegum pakka sem fannst í garði í norðausturhluta Lundúna. Að sögn talsmanna lögreglunnar lék grunur á að pakkinn kynni að hafa tengst hlutum sem notaðir voru í misheppnuðu tilræðunum á fimmtudaginn. Nánari upplýsingar var ekki að fá að svo stöddu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira