Saka lögregluna um vanhæfni 24. júlí 2005 00:01 Fjölskylda unga Brasilíumannsins, sem breska lögreglan skaut til bana í misgripum fyrir hryðjuverkamann, er harmi lostin. Hún skilur ekkert í hvernig þetta gat gerst. Fjölskylda Jeans Charles de Menzes kom saman í heimabæ hans, í Brasilíu, í dag, til þess að syrgja saman og reyna að skilja hvað gerðist. Menzes var tuttugu og sjö ára gamall rafvirki sem hafði búið í Bretlandi í þrjú ár. Hann talaði reiprennandi ensku, að sögn vina og ættingja. Menses hafði nýlega komið í heimsókn, í sumarfríi sínu, og sagði ömmu sinni að honum líkaði vel að búa í Bretlandi. Amma hans sagði að hann hefði verið sér einstaklega hjartfólginn og hún ætti erfitt með að sætta sig við dauðsfalliðHvorki ættingjar, vinir né lögregla, geta skilið af hverju Menzes tók til fótanna og reyndi að flýja, þegar lögreglumennirnir vildu hafa tal af honum. Sumir þeirra voru í borgaralegum klæðum, en aðrir í einkennisbúningi, og þeir marghrópuðu til hans að þeir væru lögreglumenn, og skipuðu honum að stoppa. Það gerði hann ekki, með hörmulegum afleiðingum. Lögreglustjóri Lundúnaborgar segist harma mjög að saklaus maður skyldi skotinn til bana á Stockwell-brautarstöðinni á föstudag. Lögreglan mun þó halda áfram að skjóta til að drepa. Það er mikið áfall fyrir bresku lögregluna að saklaus maður skyldi skotinn til bana, og Sir Ian Blair, lögreglustjóri í Lundúnum, mætti í sjónvarpssal til þess að svara fyrir það. Hann sagði atvikið vera mikinn harmleik og að lögreglan tæki á sig fulla ábyrgð. Hann vottaði fjölskyldunnni dýpstu samúð. Hann benti líka á að aðgerðir lögreglunnar væru ekki undirliggjandi ástæður heldur sú hryðjuverkaógn sem vofir yfir borginni. Hann sagði lögreglumenn þurfa að bregðast við á slíkum stundum og að það væri aldrei auðvelt. Hann sagði líka að aðrir gætu verið skotnir því þeir gerðu allt sem í sínu valdi stæði til að koma ástandinu á réttan kjöl. Hann benti á að ekki væri hægt að skjóta í bringuna því að þá væri enn möguleiki að árásarmaðurinn gæti sprengt sprengjuna. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Fjölskylda unga Brasilíumannsins, sem breska lögreglan skaut til bana í misgripum fyrir hryðjuverkamann, er harmi lostin. Hún skilur ekkert í hvernig þetta gat gerst. Fjölskylda Jeans Charles de Menzes kom saman í heimabæ hans, í Brasilíu, í dag, til þess að syrgja saman og reyna að skilja hvað gerðist. Menzes var tuttugu og sjö ára gamall rafvirki sem hafði búið í Bretlandi í þrjú ár. Hann talaði reiprennandi ensku, að sögn vina og ættingja. Menses hafði nýlega komið í heimsókn, í sumarfríi sínu, og sagði ömmu sinni að honum líkaði vel að búa í Bretlandi. Amma hans sagði að hann hefði verið sér einstaklega hjartfólginn og hún ætti erfitt með að sætta sig við dauðsfalliðHvorki ættingjar, vinir né lögregla, geta skilið af hverju Menzes tók til fótanna og reyndi að flýja, þegar lögreglumennirnir vildu hafa tal af honum. Sumir þeirra voru í borgaralegum klæðum, en aðrir í einkennisbúningi, og þeir marghrópuðu til hans að þeir væru lögreglumenn, og skipuðu honum að stoppa. Það gerði hann ekki, með hörmulegum afleiðingum. Lögreglustjóri Lundúnaborgar segist harma mjög að saklaus maður skyldi skotinn til bana á Stockwell-brautarstöðinni á föstudag. Lögreglan mun þó halda áfram að skjóta til að drepa. Það er mikið áfall fyrir bresku lögregluna að saklaus maður skyldi skotinn til bana, og Sir Ian Blair, lögreglustjóri í Lundúnum, mætti í sjónvarpssal til þess að svara fyrir það. Hann sagði atvikið vera mikinn harmleik og að lögreglan tæki á sig fulla ábyrgð. Hann vottaði fjölskyldunnni dýpstu samúð. Hann benti líka á að aðgerðir lögreglunnar væru ekki undirliggjandi ástæður heldur sú hryðjuverkaógn sem vofir yfir borginni. Hann sagði lögreglumenn þurfa að bregðast við á slíkum stundum og að það væri aldrei auðvelt. Hann sagði líka að aðrir gætu verið skotnir því þeir gerðu allt sem í sínu valdi stæði til að koma ástandinu á réttan kjöl. Hann benti á að ekki væri hægt að skjóta í bringuna því að þá væri enn möguleiki að árásarmaðurinn gæti sprengt sprengjuna.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira