Enginn er eyland í R-listanum 22. júlí 2005 00:01 „Það býður enginn flokkur fram Reykjavíkurlista einn og sér - það er ekki R-listi,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Tveir menn eru skráðir fyrir Reykjavíkurlistanum í fyrirtækjaskrá - annar er framsóknarmaður og hinn er í Samfylkingunni. Össuri Skarphéðinssyni hefur orðið tíðrætt undanfarna daga um þann möguleika að Samfylkingin bjóði ein fram undir nafni R-listans, í samstarfi við óháða. En er það hægt - á Samfylkingin Reykjavíkurlistann? Fréttastofan komst að því hjá fyrirtækjaskrá í dag að R-listinn fékk kennitölu 23. febrúar 1994. Ábyrgðarmaður þá var Valdimar K. Jónsson. Heimilisfang listans er sagt Laugavegur 31. Þeir sem standa að félaginu eru kjördæmisráð Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík, fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna og Framsóknarfélaganna í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Í fyrirtækjaskránni kemur einnig fram að R-listinn eigi heima að Drápuhlíð 29 hjá Ingvari Sverrissyni. Spurningin er þá væntanlega: Hver á nafnið „Reykjavíkurlistinn“ - ef nokkur? Valdimar K. Jónsson er framsóknarmaður, Ingvar Sverrisson er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Þrjátíu og tveimur prósentum þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Plússins á þriðjudag leist vel á Össur Skarphéðinsson sem næsta borgarstjóra. Heimildamenn fréttastofu telja að Össur gæti ef til vill orðið sterkt borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, en að sama skapi sé afar ólíklegt að Framsóknarflokkur og Vinstri grænir gætu sætt sig við hann sem borgarstjóraefni sameinaðs R-lista. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segist enga skoðun hafa á því hverjir vilji taka slaginn um borgarstjórastólinn - sú umræða sé einfaldlega ótímabær. Hún segir hugmyndina um að Samfylkingin bjóði fram undir merkjum R-lista, án hinna samstarfsflokkanna tveggja, hafi verið viðruð af Gunnari Karlssyni prófessor á fundi hjá Samfylkingunni, en að hennar mati býður enginn flokkur fram R-lista einn og sér - það sé ekki R-listi. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
„Það býður enginn flokkur fram Reykjavíkurlista einn og sér - það er ekki R-listi,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Tveir menn eru skráðir fyrir Reykjavíkurlistanum í fyrirtækjaskrá - annar er framsóknarmaður og hinn er í Samfylkingunni. Össuri Skarphéðinssyni hefur orðið tíðrætt undanfarna daga um þann möguleika að Samfylkingin bjóði ein fram undir nafni R-listans, í samstarfi við óháða. En er það hægt - á Samfylkingin Reykjavíkurlistann? Fréttastofan komst að því hjá fyrirtækjaskrá í dag að R-listinn fékk kennitölu 23. febrúar 1994. Ábyrgðarmaður þá var Valdimar K. Jónsson. Heimilisfang listans er sagt Laugavegur 31. Þeir sem standa að félaginu eru kjördæmisráð Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík, fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna og Framsóknarfélaganna í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Í fyrirtækjaskránni kemur einnig fram að R-listinn eigi heima að Drápuhlíð 29 hjá Ingvari Sverrissyni. Spurningin er þá væntanlega: Hver á nafnið „Reykjavíkurlistinn“ - ef nokkur? Valdimar K. Jónsson er framsóknarmaður, Ingvar Sverrisson er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Þrjátíu og tveimur prósentum þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Plússins á þriðjudag leist vel á Össur Skarphéðinsson sem næsta borgarstjóra. Heimildamenn fréttastofu telja að Össur gæti ef til vill orðið sterkt borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, en að sama skapi sé afar ólíklegt að Framsóknarflokkur og Vinstri grænir gætu sætt sig við hann sem borgarstjóraefni sameinaðs R-lista. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segist enga skoðun hafa á því hverjir vilji taka slaginn um borgarstjórastólinn - sú umræða sé einfaldlega ótímabær. Hún segir hugmyndina um að Samfylkingin bjóði fram undir merkjum R-lista, án hinna samstarfsflokkanna tveggja, hafi verið viðruð af Gunnari Karlssyni prófessor á fundi hjá Samfylkingunni, en að hennar mati býður enginn flokkur fram R-lista einn og sér - það sé ekki R-listi.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira