Innlent

Sílamávar aflífaðir

Lögreglan í Reykjanesbæ þurfti að aflífa um 40 sílamáva í Sandgerði síðdegis í fyrradag. Sílamávarnir höfðu fengið á sig grút sem óþekkt skip losaði í sjóinn úti fyrir Sandgerði. Grútur er mengaður úrgangur og er álitið siðlegra að aflífa dýr sem fá hann á sig. Talið er að þau gangi í gegnum miklar kvalir áður en þau deyja. "Sílamávarnir voru vappandi um höfnina og bæinn allir útataðir í grúti. Íbúar Sandgerðis aðstoðuðu okkur við að klófesta þá og sáum við svo um að aflífa þá," segir Sigurður Bergmann aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Reykjanesbæ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×