Innlent

Þrír á slysadeild eftir slagsmál

Þrír voru fluttir á slysadeild í nótt með minniháttar meiðsl eftir slagsmál í miðbæ Reykjavíkur. Þá var einn tekinn með íblöndundarefni til að drýgja amfetamín. Þrjú minniháttar fíkniefnamál komu upp í hefðbundnu eftirliti lögreglunnar í Hafnarfirði eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Átta manns voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi í nótt. Engin slys urðu á fólki þegar bíll valt út af á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk í nótt en bíllinn er mikið skemmdur. Á annan tug ökumanna hefur verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur á síðasta sólarhring í Kópavogi, sá hraðasti ók á 150 kílómetra hraða þar sem hámarkið er 90. Nóttin var róleg hjá lögreglunni í Keflavík sem stöðvaði tvo ökumenn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×