Hringurinn þrengist óðum 15. júlí 2005 00:01 Hringurinn þrengist óðum um höfuðpaura árásanna í London en lögreglan handtók í dag efnafræðinginn svokallaða sem hefur verið eftirlýstur um allan heim. Þá voru fjórir menn handteknir í Pakistan í dag, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum. Enn er þó að minnsta kosti einn höfuðpauranna ófundinn. Maður, sem talinn er hafa búið til sprengjurnar sem sprengdar voru í Lundúnum í síðustu viku, hefur verið handtekinn í Kaíró í Egyptalandi þaðan sem talið er að maðurinn sé frá. Hann hefur verið eftirlýstur um allan heim og er talinn tengjast Al-Qaida hryðjuverkasamtökunum. Um er að ræða 33 ára gamlan egypskan efnafræðinema sem bjó í Leeds. Lögreglan gerði nýlega húsleit í íbúð mannsins ásamt fleiri íbúðum í Leeds en sprengiefni fundust, ekki ósvipuð þeim sem Al-Qaida notar. Höfuðpaurinn hefur þó enn ekki fundist en hann er sagður löngu flúinn land. Þúsundir manna komu saman við Trafalgar-torg í London í gærkvöld til að minnast þeirra sem létu lífið í sprengingunum. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúnaborgar, sagði í ræðu sem hann hélt að markmið hryðjuverkamannanna væri að fá fólk upp á móti hvert öðru, þeim skyldi þó mistakast ætlunarverk sitt og hamraði hann á umburðarlyndi og að allir, jafnt kristnir sem múslimar, stæðu saman gegn hryðjuverkaógninni. Fjörutíu og fjórir eru enn á sjúkrahúsum eftir hryðjuverkin og níu þeirra eru enn á gjörgæsludeildum en tala látinna í hryðjuverkaárásunum er nú komin í fimmtíu og fjóra. Samtök múslima í Bandaríkjunum hafa hafið eins konar markaðsherferð undir nafninu "Ekki í nafni íslam". Markmið herferðarinnar er að bæta ímynd múslima í landinu en þeir hafa þar í landi, líkt og í Bretlandi, verið áreittir eftir sprengjuárásirnar í London. Formaður samtakanna sagði í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér að það væri kristaltært að samtökin fordæmdu allar hryðjuverkaárásir sem gerðar væru. Hann sagði íslam ekki snúast um hatur eða ofbeldi heldur frið og réttlæti. Lögreglan, bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum, segir miklar líkur á að annað hryðjuverk verði framið á næstunni og hafa ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna aukið viðbúnaðarstig. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Hringurinn þrengist óðum um höfuðpaura árásanna í London en lögreglan handtók í dag efnafræðinginn svokallaða sem hefur verið eftirlýstur um allan heim. Þá voru fjórir menn handteknir í Pakistan í dag, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum. Enn er þó að minnsta kosti einn höfuðpauranna ófundinn. Maður, sem talinn er hafa búið til sprengjurnar sem sprengdar voru í Lundúnum í síðustu viku, hefur verið handtekinn í Kaíró í Egyptalandi þaðan sem talið er að maðurinn sé frá. Hann hefur verið eftirlýstur um allan heim og er talinn tengjast Al-Qaida hryðjuverkasamtökunum. Um er að ræða 33 ára gamlan egypskan efnafræðinema sem bjó í Leeds. Lögreglan gerði nýlega húsleit í íbúð mannsins ásamt fleiri íbúðum í Leeds en sprengiefni fundust, ekki ósvipuð þeim sem Al-Qaida notar. Höfuðpaurinn hefur þó enn ekki fundist en hann er sagður löngu flúinn land. Þúsundir manna komu saman við Trafalgar-torg í London í gærkvöld til að minnast þeirra sem létu lífið í sprengingunum. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúnaborgar, sagði í ræðu sem hann hélt að markmið hryðjuverkamannanna væri að fá fólk upp á móti hvert öðru, þeim skyldi þó mistakast ætlunarverk sitt og hamraði hann á umburðarlyndi og að allir, jafnt kristnir sem múslimar, stæðu saman gegn hryðjuverkaógninni. Fjörutíu og fjórir eru enn á sjúkrahúsum eftir hryðjuverkin og níu þeirra eru enn á gjörgæsludeildum en tala látinna í hryðjuverkaárásunum er nú komin í fimmtíu og fjóra. Samtök múslima í Bandaríkjunum hafa hafið eins konar markaðsherferð undir nafninu "Ekki í nafni íslam". Markmið herferðarinnar er að bæta ímynd múslima í landinu en þeir hafa þar í landi, líkt og í Bretlandi, verið áreittir eftir sprengjuárásirnar í London. Formaður samtakanna sagði í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér að það væri kristaltært að samtökin fordæmdu allar hryðjuverkaárásir sem gerðar væru. Hann sagði íslam ekki snúast um hatur eða ofbeldi heldur frið og réttlæti. Lögreglan, bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum, segir miklar líkur á að annað hryðjuverk verði framið á næstunni og hafa ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna aukið viðbúnaðarstig.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira