Efnafræðingurinn handtekinn 15. júlí 2005 00:01 Lögreglan í Kaíró handtók í gær egypskan efnafræðinema sem grunaður er um að hafa átt aðild að hryðjuverkunum í Lundúnum í síðustu viku. Leiðtogar múslima í Bretlandi heimsóttu Leeds í gær og hétu því að taka öfgamenn í sínum röðum fastari tökum. Að beiðni bresku lögreglunnar handtók lögreglan í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, Magdi Mahmoud al-Nashar, 33 ára gamlan doktorsnema í efnafræði við háskólann í Leeds, fyrir nokkrum dögum. Hann er grunaður um að hafa aðstoðað við að búa til sprengjurnar sem notaðar voru við árásirnar í Lundúnum 7. júlí. Enn fremur er talið að al-Nashar hafi lánað hryðjuverkamönnunum íbúð sína til undirbúningsins en hann fór frá Bretlandi í júlíbyrjun. Egypskur embættismaður greindi frá því að al-Nashar hefði staðfastlega neitað öllum sakargiftum heldur sagst vera í fríi í föðurlandi sínu og áformaði að snúa aftur. Máli sínu til stuðnings benti hann á að allar hans eigur væru enn í Leeds. Breska lögreglan hefur gert húsleit á heimili al-Nashar en ekki er vitað hverju hún hefur skilað. Fyrr í vikunni fundust sprengjur í húsi í Leeds sem búnar höfðu verið til úr efnum sem hægt er að kaupa í venjulegum lyfjabúðum. Þá greindi BBC frá því í gær að meintur meðlimur í al-Kaída hefði komið til Bretlands tveimur vikum fyrir árásirnar og yfirgefið síðan landið nokkrum klukkustundum eftir þær. Hann var ekki undir eftirliti lögreglu en yfirmaður Lundúnalögreglunnar sagði að engar vísbendingar væru enn um að maðurinn tengdist árásunum. Í gær héldu helstu múslimaleiðtogar Bretlands til Leeds þar sem þeir hittu fjölskyldu eins sjálfsmorðssprengjumannsins. Iqbal Sacranie, forseti Breska múslimaráðsins lýsti því yfir við það tækifæri að aðgerða væri að vænta frá ráðinu. "Að vissu leyti berum við öll ábyrgð á ódæðunum því við höfum gert of lítið til að sporna við hatursáróðri í samfélagi okkar." Enn einn farþeganna í strætisvagninum sem sprakk við Tavistock Square dó í gær. Þar með eru 55 látnir eftir árásirnar. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Lögreglan í Kaíró handtók í gær egypskan efnafræðinema sem grunaður er um að hafa átt aðild að hryðjuverkunum í Lundúnum í síðustu viku. Leiðtogar múslima í Bretlandi heimsóttu Leeds í gær og hétu því að taka öfgamenn í sínum röðum fastari tökum. Að beiðni bresku lögreglunnar handtók lögreglan í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, Magdi Mahmoud al-Nashar, 33 ára gamlan doktorsnema í efnafræði við háskólann í Leeds, fyrir nokkrum dögum. Hann er grunaður um að hafa aðstoðað við að búa til sprengjurnar sem notaðar voru við árásirnar í Lundúnum 7. júlí. Enn fremur er talið að al-Nashar hafi lánað hryðjuverkamönnunum íbúð sína til undirbúningsins en hann fór frá Bretlandi í júlíbyrjun. Egypskur embættismaður greindi frá því að al-Nashar hefði staðfastlega neitað öllum sakargiftum heldur sagst vera í fríi í föðurlandi sínu og áformaði að snúa aftur. Máli sínu til stuðnings benti hann á að allar hans eigur væru enn í Leeds. Breska lögreglan hefur gert húsleit á heimili al-Nashar en ekki er vitað hverju hún hefur skilað. Fyrr í vikunni fundust sprengjur í húsi í Leeds sem búnar höfðu verið til úr efnum sem hægt er að kaupa í venjulegum lyfjabúðum. Þá greindi BBC frá því í gær að meintur meðlimur í al-Kaída hefði komið til Bretlands tveimur vikum fyrir árásirnar og yfirgefið síðan landið nokkrum klukkustundum eftir þær. Hann var ekki undir eftirliti lögreglu en yfirmaður Lundúnalögreglunnar sagði að engar vísbendingar væru enn um að maðurinn tengdist árásunum. Í gær héldu helstu múslimaleiðtogar Bretlands til Leeds þar sem þeir hittu fjölskyldu eins sjálfsmorðssprengjumannsins. Iqbal Sacranie, forseti Breska múslimaráðsins lýsti því yfir við það tækifæri að aðgerða væri að vænta frá ráðinu. "Að vissu leyti berum við öll ábyrgð á ódæðunum því við höfum gert of lítið til að sporna við hatursáróðri í samfélagi okkar." Enn einn farþeganna í strætisvagninum sem sprakk við Tavistock Square dó í gær. Þar með eru 55 látnir eftir árásirnar.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira