Innlent

Höfðaborg er morðhöfuðborg

Eftir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins var tekinn í gagnið hefur tekist að sjá út að einhverju leyti hverjir eru stórneytendur á ávanabindandi, ávísunarskyld lyf og gera læknum viðvart. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir reynsluna af notkun gagnagrunnsins góða hingað til og að hann mun verða til þess að einfaldara verður að fylgjast með því að ávísunarskyld lyf verði ekki misnotuð. Með tilkomu grunnsins er einnig auðveldara að koma í veg fyrir að hægt sé að nálgast lyf með fölsuðum lyfseðlum. Matthías tekur þó fram að grunnurinn sé ekki til þess ætlaður að embætti Landlæknis sé með nefið ofan í hvers manns koppi og því sé ekki gripið til sérstaks eftirlits eða aðgerða nema fyrir því sé góð ástæða, til dæmis sé eðlilegt að krabbameinslæknar skrifi upp á mikið af morfínskyldum lyfjum. Matthías grunar að ef til vill megi rekja fjölgun rána í apótekum þar sem lyfjum er rænt til þess að nú sé erfiðara að fá lækna til að skrifa upp á lyf til þeirra sem vitað er að misnota þau.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×