Kona játaði aðild að morðinu 13. júlí 2005 00:01 Desireé Oberholzer, 43 ára gömul kona, sem handtekin var í tengslum við morðið á Gísla Þorkelssyni, 54 ára gömlum Íslendingi búsettum í Suður-Afríku, játaði í gær aðild að málinu. Einnig situr í haldi vegna málsins 28 ára gamall maður að nafni Willie Theron. Þau voru leidd fyrir dómara í Boksburg í Suður-Afríku í gær, en réttað verður í máli þeirra 22. ágúst. Fólkið er sakað um morð, þjófnað, fjársvik og um að hindra framgang réttvísinnar. Nafn Gísla var gert opinbert í gær eftir að haft hafði verið samband við hans nánustu ættingja, en hann á fjögur eldri systkyni og uppkominn son sem býr á Íslandi. Vinkona Gísla í Jóhannesarborg bar í gærmorgun kennsl á lík hans í líkhúsinu í Germiston, en lögregla hafði óttast að það tæki langan tíma vegna þess hve rotnun líksins var langt á veg komin. Líkið var falið í ruslatunnu sem fyllt hafði verið með steypu þannig að aðeins sást í fæturna og hafði verið þar í um fimm vikur. Tunnan var geymd í bakgarði leigusala Willies Therons í norðurhluta Boksburg, úthverfi Jóhannesarborgar. Sá fann líkið fyrir tilviljun þegar hann færði til tunnuna. Ekki hefur enn verið skorið úr um hvernig parið myrti Gísla en Andy Pieke, talsmaður lögreglu, segir standa til að krufning fari fram í dag. Gísli er sagður hafa kynnst konunni fyrir nokkru síðan en þegar parið sem grunað er um að hafa myrt hann var handtekið höfðu þau meðal annars selt bíl hans. Þá höfðu þau reynt að komast yfir peninga á bankareikningi Gísla en ekki tekist. Smári Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra, sagði málið alfarið vera á könnu lögregluyfirvalda í Suður-Afríku. Embættið hafi engu síður haft fregnir af rannsókn málsins frá lögreglu þar. "Ekkert formlegt, heldur bara í síma," segir hann og taldi lögreglu ytra furða sig nokkuð á athyglinni sem málið vekti hér heima. "Þeir fá sennilega jafnmörg mál á dag og við á nokkrum árum." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Desireé Oberholzer, 43 ára gömul kona, sem handtekin var í tengslum við morðið á Gísla Þorkelssyni, 54 ára gömlum Íslendingi búsettum í Suður-Afríku, játaði í gær aðild að málinu. Einnig situr í haldi vegna málsins 28 ára gamall maður að nafni Willie Theron. Þau voru leidd fyrir dómara í Boksburg í Suður-Afríku í gær, en réttað verður í máli þeirra 22. ágúst. Fólkið er sakað um morð, þjófnað, fjársvik og um að hindra framgang réttvísinnar. Nafn Gísla var gert opinbert í gær eftir að haft hafði verið samband við hans nánustu ættingja, en hann á fjögur eldri systkyni og uppkominn son sem býr á Íslandi. Vinkona Gísla í Jóhannesarborg bar í gærmorgun kennsl á lík hans í líkhúsinu í Germiston, en lögregla hafði óttast að það tæki langan tíma vegna þess hve rotnun líksins var langt á veg komin. Líkið var falið í ruslatunnu sem fyllt hafði verið með steypu þannig að aðeins sást í fæturna og hafði verið þar í um fimm vikur. Tunnan var geymd í bakgarði leigusala Willies Therons í norðurhluta Boksburg, úthverfi Jóhannesarborgar. Sá fann líkið fyrir tilviljun þegar hann færði til tunnuna. Ekki hefur enn verið skorið úr um hvernig parið myrti Gísla en Andy Pieke, talsmaður lögreglu, segir standa til að krufning fari fram í dag. Gísli er sagður hafa kynnst konunni fyrir nokkru síðan en þegar parið sem grunað er um að hafa myrt hann var handtekið höfðu þau meðal annars selt bíl hans. Þá höfðu þau reynt að komast yfir peninga á bankareikningi Gísla en ekki tekist. Smári Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra, sagði málið alfarið vera á könnu lögregluyfirvalda í Suður-Afríku. Embættið hafi engu síður haft fregnir af rannsókn málsins frá lögreglu þar. "Ekkert formlegt, heldur bara í síma," segir hann og taldi lögreglu ytra furða sig nokkuð á athyglinni sem málið vekti hér heima. "Þeir fá sennilega jafnmörg mál á dag og við á nokkrum árum."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira