Innlent

Heilbrigðisstofnun sýkn saka

Heilbrigðisstofnun Suðurlands var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Suðurlands af rúmlega 28 milljón króna bótakröfu læknis sem þar starfaði en var sagt upp störfum vegna samskiptaörðugleika og endurtekinna kvartana sjúklinga. Vildi læknirinn meina að uppsögn sín hefði verið ólögmæt og fór því fram á ríflegar bætur auk vaxta frá uppsagnardegi en hann starfaði við heilsugæslustöðina í Hveragerði um tæplega tveggja ára skeið frá október 2001 til febrúar 2003. Féllst dómurinn ekki á rök mannsins sem sjúklingar og aðrir kvörtuðu yfir meðan hann var við störf. Var hann áminntur með formlegum hætti vegna þeirra kvartana sem og óstundvísi við störf sín í janúar 2003 en hegðan mannsins þótti ekki batna við það. Í kjölfarið var viðkomandi frá vinnu vegna veikinda í tvær vikur auk þess að taka sér launalaust leyfi og var tilkynnt um uppsögn þegar hann snéri til baka til vinnu eftir það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×